Lífið

Réttar­holts­skóli vann Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Úr atriði Réttarholtsskóla.
Úr atriði Réttarholtsskóla. reykjavíkurborg

Réttarholtsskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi.

Í tilkynningu kemur fram að atriði skólans, Þetta unga fólk, sé gagnrýni á hvernig hinir eldri líti niður til unglingamenningar. 

„Í öðru sæti var Fellaskóli með atriðið Efra Breiðholt og í þriðja sæti var Seljaskóli skóli með atriðið Yndislegt líf.

Í ár tóku 24 skól­ar og 630 unglingar tóku þátt í undanúrslitum. Átta skólar komust áfram í úrslitin. Atriðin að þessu sinni fjalla um sjálfs­mynd ung­linga, áhrif samfélagsmiðla, tónlistar- og danssögu, missi, einelti, andlega erfiðleika, upplifun ungmenna af erlendum uppruna, mikilvægi þess að njóta lífsins og hafa gaman, ádeilu á íslenskt samfélag, heimilisofbeldi og ástarsögur.“

Átta skólar komust áfram úr undanúrslitum og kepptu til úrslita í gærkvöldi:

  • Árbæjarskóli, Svið lífsins
  • Sæmundarskóli, Af hverju ég?
  • Seljaskóli, Yndislegt líf
  • Réttarholtsskóli, Þetta unga fólk
  • Fellaskóli, Efra Breiðholt
  • Hagaskóli, Gleym mér ey
  • Langholtsskóli, Hin fullkomna þjóð
  • Austurbæjarskóli, Kemur í ljós





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.