Lífið

Trú­lofuðu sig við bakka Dón­ár

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sævar Ólafsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir fundu ástina árið 2020.
Sævar Ólafsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir fundu ástina árið 2020. Facebook/Dóra Björt Guðjónsdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og kærasti hennar Sævar Ólafsson, íþróttafræðingur eru nú trúlofuð. Parið trúlofaði sig í Ungverjalandi nú á dögunum. 

Dóra og Sævar fundu ástina í örmum hvors annars árið 2020 en á sínum tíma sagði Dóra ástina hafa fundið sig óvænt.

„Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn,“ skrifaði Dóra í árs byrjun 2021 um ástina.

Þann 1. maí á þessu ári eignuðust Dóra og Sævar svo sitt fyrsta barn saman, drenginn Brimir Jaka.

Í dag greindi Dóra Björt frá því á Facebook síðu sinni að Sævar hefði beðið hennar á líbönskum veitingastað í Búdapest við bakka Dónár þann ellefta nóvember síðastliðinn og lendir trúlofunardagur þeirra því á þeirri skemmtilegu dagsetningu 11.11.22.

Dóra segir Sævar hafa spurt hana að spurningunni örlagaríku þar sem hún sat á veitingastaðnum með son þeirra í fanginu.

„Ég hef ótal sinnum spurt Sævar fremur hversdagslega hvort hann vilji giftast mér og hann hefur svarað því jákvætt en nú var komið að mér að segja já við hann. Þannig heim til Íslands mættum við trúlofuð í gær. Lífið. Það er magnað,“ skrifar Dóra.

Facebook færsluna má sjá hér að neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×