Anníe Mist í sérstakri stöðu á sögulegum fyrsta heimslista CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir verður í sérstakri stöðu þegar fyrsti heimslistinn verður settur saman enda eyddi hún heilu ári í liðakeppninni og því er óvissa um stigin sem hún færi fyrir það. Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin kynntu í gær til leiks nýjan heimslista í CrossFit íþróttinni líkt og við þekkjum svo vel í golfi og tennis. Frá og með næsta tímabili þá mun besta CrossFit fólk heims vita í hvaða sæti það er í heiminum og hvort það er á uppleið eða niðurleið. CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira