Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 13:50 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu tók þátt í pallborði með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Egill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands fylgdist með á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir Ingibjörg Sólrún fyrrverandi forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE og situr einnig í stjórn UN Women. Hún tók þátt í pallborðsumræðum með Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Ingibjörg Sólrún sagðist því miður ekki getað flutt þinginu jákvæð skilaboð varðandi þátttöku kvenna í öryggis- og friðarviðræðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifastofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Karlmenn sýndu friðarmálum lítinn áhuga og konur hefðu ekki aðgang að þeim. Margarita Roble Fernández varnarmálaráðherra Spánar var í pallborðumræðum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.María Kjartansdóttir „Það er mjög erfitt að fara fram á aðgang að samningaborðinu þegar það er ekkert samningaborð eins og staðan er í dag. Þetta hef ég marg sinnis upplifað. Við þjálfum konur til þátttöku og tölum um hversu áríðandi þátttakan þeirra er og þær eru mjög reiðubúnar og vel þjálfaðar. Síðan er ekkert borð til samningaviðræðna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig þátt í pallborði með Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women, Kvennastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um mikilvægi þess að konur gegni leiðtogahlutverkum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa reynst vel að hafa jafnréttismálin miðlæg í stjórnsýslunni.María Kjartansdóttir Katrín sagðist telja það hafa skilað árangri að flytja jafnréttismálin undir forsætisráðuneytið. „Ef við ætlum að skoða öll mál með gleraugum jafnréttis verða þau málefni að vera staðsett miðlægt í stjórnkerfinu. Þess vegna fluttum við málaflokkinn og ég tel að það hafi gagnast mjög vel. Ég verð ekki forsætisráðherra að eilífu og aðrir munu koma í minn stað og geta þá fært málaflokkinn aftur en ég held að þetta hafi komið vel út fyrir jafnréttismálin," sagði Katrín Jakobsdóttir á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun.
Jafnréttismál Harpa Heimsþing kvenleiðtoga Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29
Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent