Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:40 Jónatan og Árni eru sammála um að stíga þurfi varlega til jarðar hvað varðar mögulega sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. „Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira