Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. nóvember 2022 22:23 Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira