Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Amnesty International 9. nóvember 2022 08:49 Amnesty-sokkarnir í ár eru hönnun Möggu Magnúsdóttur. Sokkarnir verða kynntir með pompi og prakt á morgun milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Laugavegi 16. Óttar Guðnason Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup. Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup.
Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira