Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Georgíski hópurinn fór frá Tbilisi í gær en komst þá ekki lengra en til Þýskalands og þurfti að bíða eftir vél sem fór til Íslands í dag. mynd/gbf.ge Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira