Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2022 07:29 Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, er stjórnarformaður og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. Aðsend/María Kjartansdóttir Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira