71 árs húsgagnamógull vann ellefu milljarða á sigri Houston Astros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Jim „Mattress Mack“ McIngvale með miðann sem sýnir stærsta veðmál hans á lið Houston Astros. AP Photo/Wayne Parry Houston Astros var um helgina bandarískur meistari í hafnabolta eða urðu öllu heldur heimsmeistarar í hafnabolta eins og Bandaríkjamenn kalla titilinn sinn. Það var þó maður ótengdur félaginu sem fagnaði sigrinum kannski meira en flestir aðrir. Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð. Hafnabolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira
Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð.
Hafnabolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira