Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Þorvaldur Friðriksson hefur lengi rannsakað keltnesk áhrif á Íslandi, sérstaklega á hin ýmsu örnefni sem finnast víða um land og eru illskiljanleg þegar keltneskt samhengi er ekki fyrir hendi. vísir/egill Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira