Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“ Elísabet Hanna skrifar 6. nóvember 2022 13:01 Þetta er fyrsta bókin frá Skúla en ekki sú síðasta. Aðsend Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar. Blaðamaður heyrði í Skúla og fékk að heyra meira um sköpunarferlið: Hvenær hófst ferlið að skrifa bókina?Ég byrjaði á henni í desember 2018 en var þá búinn að vera með vísi að hugmyndinni í huga um skeið. Á þessum tíma bjó ég í Jórdaníu og vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar og því gengu skrifin hægt. Ég lauk svo við handritið hér heima haustið 2021. útgáfupartý Stóri bróðirKristinn Magnússon Hvernig myndir þú lýsa þínu sköpunarferli?Bæði Stóri bróðir og bók númer tvö, sem er nokkurn veginn tilbúin, byrjuðu sem „hvað ef?“ spurningar. Þetta voru agnarsmáar hugmyndir sem ég velti svo fyrir mér og bætti kjöti á beinin. Fljótlega vissi ég hvert ég stefndi með sögurnar og þegar á líður leiðir söguþráðurinn mann í mark, þetta skrifar sig eiginlega sjálft. Aðalmálið er að gefa sér tíma, setjast niður og skrifa. Hvaðan kom hugmyndin?Það má segja að hún komi víða að. Þjóðfélagsumræðan hér á landi og erlendis var mér efniviður, hvernig hún pólaríserast stundum og allt er málað í svörtu og hvítu. Ég notaði mikið bakgrunn minn sem blaðamaður og ýmsar hugleiðingar um glæpi og refsingu úr laganámi mínu, án þess að þetta sé sérstaklega heimspekileg saga. Að auki sótti ég innblástur í ýmsar bækur og ekki síður kvikmyndir. Við nánari umhugsun kom hugmyndin eiginlega ekki víða að, hún kom til mín úr öllum áttum. Í boðinu ræddi Skúli við stóra bróður sinn um Stóra bróður.Kristinn Magnússon Hvernig myndir þú lýsa sögunni?Ætli hún sé ekki ráðgáta og spennutryllir, í sirka jöfnum hlutföllum. Hún er líka mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd. Fyrst og fremst er Stóri bróðir þó bara glæpasaga, krimmi og reyfari. Hvað er framundan?Aðallega það að koma Stóra bróður á framfæri og koma bókinni á siglingu í jólabókaflóðinu. Ég held að þetta sé saga sem fari vel í landann ef hann er til í að gefa nýjum höfundi séns. Svo þarf að klára handritahandrit aðð að annarri bókinni. Drápa, útgefandinn minn, lofar því innan á kápunni á Stóra bróður að næsta bók komi út haustið 2023. Við látum það standast. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá útgáfu bókarinnar: Útgáfupartý.Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Bræðurnir ræddu bókina í veislunni.Kristinn Magnússon Bræður.Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Bókmenntir Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur. 31. október 2022 20:00 Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07 Myndaveisla frá Idol prufunum Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum. 13. október 2022 20:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Blaðamaður heyrði í Skúla og fékk að heyra meira um sköpunarferlið: Hvenær hófst ferlið að skrifa bókina?Ég byrjaði á henni í desember 2018 en var þá búinn að vera með vísi að hugmyndinni í huga um skeið. Á þessum tíma bjó ég í Jórdaníu og vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar og því gengu skrifin hægt. Ég lauk svo við handritið hér heima haustið 2021. útgáfupartý Stóri bróðirKristinn Magnússon Hvernig myndir þú lýsa þínu sköpunarferli?Bæði Stóri bróðir og bók númer tvö, sem er nokkurn veginn tilbúin, byrjuðu sem „hvað ef?“ spurningar. Þetta voru agnarsmáar hugmyndir sem ég velti svo fyrir mér og bætti kjöti á beinin. Fljótlega vissi ég hvert ég stefndi með sögurnar og þegar á líður leiðir söguþráðurinn mann í mark, þetta skrifar sig eiginlega sjálft. Aðalmálið er að gefa sér tíma, setjast niður og skrifa. Hvaðan kom hugmyndin?Það má segja að hún komi víða að. Þjóðfélagsumræðan hér á landi og erlendis var mér efniviður, hvernig hún pólaríserast stundum og allt er málað í svörtu og hvítu. Ég notaði mikið bakgrunn minn sem blaðamaður og ýmsar hugleiðingar um glæpi og refsingu úr laganámi mínu, án þess að þetta sé sérstaklega heimspekileg saga. Að auki sótti ég innblástur í ýmsar bækur og ekki síður kvikmyndir. Við nánari umhugsun kom hugmyndin eiginlega ekki víða að, hún kom til mín úr öllum áttum. Í boðinu ræddi Skúli við stóra bróður sinn um Stóra bróður.Kristinn Magnússon Hvernig myndir þú lýsa sögunni?Ætli hún sé ekki ráðgáta og spennutryllir, í sirka jöfnum hlutföllum. Hún er líka mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd. Fyrst og fremst er Stóri bróðir þó bara glæpasaga, krimmi og reyfari. Hvað er framundan?Aðallega það að koma Stóra bróður á framfæri og koma bókinni á siglingu í jólabókaflóðinu. Ég held að þetta sé saga sem fari vel í landann ef hann er til í að gefa nýjum höfundi séns. Svo þarf að klára handritahandrit aðð að annarri bókinni. Drápa, útgefandinn minn, lofar því innan á kápunni á Stóra bróður að næsta bók komi út haustið 2023. Við látum það standast. Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá útgáfu bókarinnar: Útgáfupartý.Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Bræðurnir ræddu bókina í veislunni.Kristinn Magnússon Bræður.Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon
Bókmenntir Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur. 31. október 2022 20:00 Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07 Myndaveisla frá Idol prufunum Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum. 13. október 2022 20:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur. 31. október 2022 20:00
Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07
Myndaveisla frá Idol prufunum Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum. 13. október 2022 20:01