Liverpool sagt vera búið að taka til hliðar peninga vegna mögulegra kaupa á Jude Bellingham Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 23:16 Jude Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vísir/Getty Sagan um möguleg félagaskipti Jude Bellingham verður án efa fyrirferðamikil í allan vetur. Hann hefur lengi vel verið orðaður við Liverpool og nú berast fregnir af því að eigendur enska liðsins séu búnir að leggja til hliðar peninga sem nota á vegna mögulegra kaupa næsta sumar. Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Sjá meira
Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Sjá meira