Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:01 Aron Einar Gunnarsson leikur sennilega sinn hundraðasta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Getty/Robbie Jay Barratt Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember. Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember.
Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira