Of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 10:30 Leikmenn Portland Thorns fagna sigri í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn en þarna má sjá Oliviu Moultrie „út í horni“. AP/Nick Wass Stundum getur það skapað skrýtin vandamál þegar þú ert orðin atvinnumaður í fótbolta áður en þú færð bílprófið og spilar líka með besta liði landsins. Portland Thorns varð á dögunum bandarískur meistari í kvennafótboltanum og stelpurnar fögnuðu vel eftir 2-0 sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Sophia Smith skoraði fyrra markið en það síðara var sjálfsmark. Það var full ástæða til að fagna vel inn í klefa eftir leik og eins og venja er þá opnuðu meistararnir nokkrar kampavínsflöskur í tilefni sigursins. I cannot stop cackling at these photos of 17-year-old Portland Thorns midfielder Olivia Moultrie during the #NWSL championship celebrations. She obviously wasn't allowed to participate but she had a chance to witness the mayhem.These are the woes of a prodigy pic.twitter.com/15WfzS0804— Meredith Cash (@mercash22) November 1, 2022 Það var bara eitt vandamál þegar kampavínið fór að flæða að með Portland liðinu spilar hin sautján ára gamla Olivia Moultrie. Hún er sú yngsta sem hefur skrifað undir samning við lið í NWSL deildinni. Olivia kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum en hún skoraði 3 mörk og gaf 4 stoðsendingar í fimmtán leikjum á tímabilinu. Olivia hélt upp á sautján ára afmælið í septembermánuði og það eru enn fjögur ár í því að hún megi drekka. Fólk fór því að gera góðlátlegt grín að því á samfélagsmiðlum þegar unga stelpan var skilin út undan í klefanum þegar stelpurnar fóru að skála fyrir sigrinum eins og sést hér fyrir ofan og neðan. Olivia var hreinlega of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Olivia er vissulega of ung fyrir sigurvökvann en hún er strax byrjuð að safna titlum sem gætu því orðið margir ef hún verður í boltanum næst tvo áratugina. Það eru allir á því að þetta sé mikið hæfileikabúnt sem er efni í stórstjörnu í kvennafótboltanum haldi hún rétt á spilunum. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Portland Thorns varð á dögunum bandarískur meistari í kvennafótboltanum og stelpurnar fögnuðu vel eftir 2-0 sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Sophia Smith skoraði fyrra markið en það síðara var sjálfsmark. Það var full ástæða til að fagna vel inn í klefa eftir leik og eins og venja er þá opnuðu meistararnir nokkrar kampavínsflöskur í tilefni sigursins. I cannot stop cackling at these photos of 17-year-old Portland Thorns midfielder Olivia Moultrie during the #NWSL championship celebrations. She obviously wasn't allowed to participate but she had a chance to witness the mayhem.These are the woes of a prodigy pic.twitter.com/15WfzS0804— Meredith Cash (@mercash22) November 1, 2022 Það var bara eitt vandamál þegar kampavínið fór að flæða að með Portland liðinu spilar hin sautján ára gamla Olivia Moultrie. Hún er sú yngsta sem hefur skrifað undir samning við lið í NWSL deildinni. Olivia kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum en hún skoraði 3 mörk og gaf 4 stoðsendingar í fimmtán leikjum á tímabilinu. Olivia hélt upp á sautján ára afmælið í septembermánuði og það eru enn fjögur ár í því að hún megi drekka. Fólk fór því að gera góðlátlegt grín að því á samfélagsmiðlum þegar unga stelpan var skilin út undan í klefanum þegar stelpurnar fóru að skála fyrir sigrinum eins og sést hér fyrir ofan og neðan. Olivia var hreinlega of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Olivia er vissulega of ung fyrir sigurvökvann en hún er strax byrjuð að safna titlum sem gætu því orðið margir ef hún verður í boltanum næst tvo áratugina. Það eru allir á því að þetta sé mikið hæfileikabúnt sem er efni í stórstjörnu í kvennafótboltanum haldi hún rétt á spilunum. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira