Solterra
Solterra er fimm manna fjölskyldubíll með 80 kW rafmótor við hvorn öxul sem skila saman 218 hestöflum og 335 Nm togi og er hröðun bílsins 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan í undirvagninum er 71 kWh og skilar hún allt að 466 km drægi sem gerir ferðalög milli flestra landshluta fyrirhafnarlaus og þægileg við venjubundnar aðstæður. Solterra mun kosta frá 7.290.000 kr.

MG4
MG4 er 100% rafknúinn fimm manna fjölskyldubíl í millistærðarflokki á alveg nýjum undirvagni sem MG þróaði fyrir flatt gólf, aukið rými fyrir ökumann og farþega og enn lægri þyngdarpunkt til að hámarka stöðugleika í akstri. Í undirvagninum er rafhlaða bílsins, en hún er aðeins 110 mm á hæð sem gerir einnig kleift að auka pláss í farþegarýminu fyrir bæði farangur og farþega.
BL býður MG4 í Luxury útfærslu með 64 kWh rafhlöðu sem dregur allt að 450 km. Bíllinn er 201 hestafl og er hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst tæpar 8 sekúndur og hámarkshraði takmarkaður við 160 km/klst. Verð MG4 Luxury er 4.790.000 kr.