Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum
![Teymi SÍA-sjóðanna hjá Stefni. Ari Ólafsson, sjóðstjóri, Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga, og Heiðar Ingi Ólafsson, sjóðstjóri.](https://www.visir.is/i/A7ACD51AAA96ABE2B88919D0CA8EEA6677FB3768DD96D7A91DCDCD27305961D8_713x0.jpg)
Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/6B0671A0EFE24154EB11B003445FA37BC3962CABFB08CB2918C37147F75438EA_308x200.jpg)
Sjóður í Abú Dabí að kaupa hlut Íslendinga í Edition-hótelinu fyrir 22 milljarða
Einn af þjóðarsjóðum furstadæmisins Abú Dabí, ADQ, er langt kominn í viðræðum um að kaupa ríflega 70 prósenta eignarhlut félags í eigu íslenskra fjárfesta, sem er að stórum hluta lífeyrissjóðir, í Marriott Edition-lúxushótelinu í Austurhöfn.
![](https://www.visir.is/i/6C63CA5B817454A30BE3623E22A0EF933C26A36650D4DAC12D0905792C293ECC_308x200.jpg)
Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu
VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar.