Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 17:45 Jürgen Klopp biður fólk um að bíða með sleggjudómana þangað til eftir tímabilið. Nathan Stirk/Getty Images Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð, en báðir leikirnir voru gegn liðum sem flestir myndu telja hálfgerða skyldusigra fyrir liðið. Lverpool tapaði gegn Leeds síðastliðinn laugardag og viku áður hafði liðið tapað gegn nýliðum Nottingham Forest. Eftir tapleikina tvo situr Liverpool nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 16 stig eftir 12 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Arsenal. „Við skulum fella dóma seinna á tímabilinu, eða jafnvel eftir tímabilið. Þá skulum við sjá hvort að það sé tími til kominn til að kalla þetta gott fyrir þennan leikmannahóp eða jafnvel þjálfarann,“ sagði Klopp er hann var spurður hvort velgengni liðsins væri að fjara út. „Þá skulum við velta þessu fyrir okkur. Á þessari stundu er ekki hundrað prósent sanngjarnt að dæma liðið af því að það þýðir að við þurfum að dæma allan leikmannahópinn og við erum ekki búnir að hafa alla klára undanfarið.“ „Okkur vantar gæði fram á við. Miðað við alla þessa leiki sem við erum að spila þá myndum við yfirleitt gera nokkrar breytingar á milli þeirra, en við getum það ekki. Þetta er svipuð staða á miðsvæðinu þar sem menn eru inn og út vegna meiðsla. Svona hefur staðan verið í nánast öllum stöðum á vellinum.“ „Við búumst við meira af okkur sjálfum. Leikmennirnir búast við meiru og ég býst við meiru frá þeim, en við verðum að vera vissir um að við séum að taka skref í rétta átt,“ sagði Klopp að lokum. Jurgen Klopp on Liverpool future: “The judgement on this team will be asked at the end of the season. We do our job in public”. 🔴 #LFC“We are all out there to be judged, manager, players… but I don't think about it. At the moment it's not 100% fair to judge us”. pic.twitter.com/kwHpWihBmh— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 31, 2022 Liverpool tekur á móti Napoli í lokaumferð riðlekeppni Meistaradeildar Evropu í kvöld, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Klopp og lærisveinar hans geta þó enn stolið efsta sæti riðilsins af Napoli, en til þess að það gerist þarf liðið að vinna með að minnsta kosti fjögurra marka mun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira