Enskumælandi ráð Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2022 10:31 Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Viðreisn Innflytjendamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun