Það eru aðeins heimsleikarnir sjálfir sem gefa meira verðlaunafé á íþróttafólkið heldur en mótshaldarar Rogue Invitational.
Anníe Mist stóð sig frábærlega í fyrstu einstaklingskeppni sinni í heilt ár og endaði í öðru sæti mótsins.
Það gaf henni 76.349 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 11,1 milljón í íslenskum krónum.
Sigurvegarinn Laura Horvath vann sannfærandi sigur og vann sér inn 218.868 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 31,8 milljónir í íslenskum krónum.
Anníe Mist fékk næstum því tvöfalt meira en Emma Lawson sem varð þriðja með 40.720 dali í verðlaunafé.
Þetta er annað Rogue Invitational mótið sem Anníe tekur silfrið en hún varð einnig önnur fyrir ári síðan þá aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið brons á heimsleikunum.
Að þessu sinni þá keppti Anníe í liðakeppninni á heimsleikunum en sýndi og sannaði að hún á nóg eftir fyrir einstaklingskeppnina þrátt fyrir að vera á sínum þriðja áratug í keppni.
Björgvin Karl Guðmundsson endaði í sjötta sætinu á mótinu og vann sér með því inn 20.360 Bandaríkjadali í verðlaunafé eða 2,9 milljónir í íslenskum krónum.