Nýr samningur um Laxá í Mý hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2022 13:15 Sigurjón með þykkan urriða við opnun laxá í Mývatnssveit í sumar Bjarni Júlíusson Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn eru líklega án vafa ein bestu urriðasvæði í heiminum en hróður þeirra hefur farið víða og erlendum veiðimönnum þar á bara eftir fjölga. Bæði svæðin eru hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og nú fer að styttast í að þeir félagsmenn SVFR staðfesti sína daga á komandi sumri. Þetta er árstíminn sem veiðimenn eru að skipuleggja sig fyrir tímabilið sumarið 2023 en það má ekki seinna vera því ásókn erlendra veiðimanna til Íslands er að aukast og þeir stökkva á alla lausa daga sem eru í boði þessa dagana. Laxá á sérstakan stað í hjarta margra veiðimanna og er það fastur liður fyrir marga að fara norður í paradísina, sumir segja að þetta sé besta urriða veiðisvæði í heiminum. SVFR skrifaði nýlega undir nýjan samning við veiðifélagið sem ber að fagna. Með nýjum samning koma nokkrar breytingar en veitt verður á 12 stangir í Laxárdal (voru 10 áður) en óbreyttur stangarfjöldi verður í Mývatnssveit. Á síðustu árum er búið að byggja 12 fullbúin herbergi í Laxárdal með baðherbergi og sturtu inn á hverju herbergi. Það er einnig sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að hugmyndavinna er farin af stað með stórfelldar breytingar á veiðihúsinu Hofi í Mývatnssveit. Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði
Bæði svæðin eru hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og nú fer að styttast í að þeir félagsmenn SVFR staðfesti sína daga á komandi sumri. Þetta er árstíminn sem veiðimenn eru að skipuleggja sig fyrir tímabilið sumarið 2023 en það má ekki seinna vera því ásókn erlendra veiðimanna til Íslands er að aukast og þeir stökkva á alla lausa daga sem eru í boði þessa dagana. Laxá á sérstakan stað í hjarta margra veiðimanna og er það fastur liður fyrir marga að fara norður í paradísina, sumir segja að þetta sé besta urriða veiðisvæði í heiminum. SVFR skrifaði nýlega undir nýjan samning við veiðifélagið sem ber að fagna. Með nýjum samning koma nokkrar breytingar en veitt verður á 12 stangir í Laxárdal (voru 10 áður) en óbreyttur stangarfjöldi verður í Mývatnssveit. Á síðustu árum er búið að byggja 12 fullbúin herbergi í Laxárdal með baðherbergi og sturtu inn á hverju herbergi. Það er einnig sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að hugmyndavinna er farin af stað með stórfelldar breytingar á veiðihúsinu Hofi í Mývatnssveit.
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði