Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. október 2022 07:01 Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa segir áberandi mikla stemningu á hrekkjavökunni í Keflavík og telur líklegt að sú stemning hafi skapast þar vegna áhrifa ameríska hersins sem þar var á vellinum um árabil. Vísir/Vilhelm, aðsent Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda. „En ég horfi aldrei á þær ein. Er meira að segja myrkfælin,“ segir Andrea og skellihlær. Andrea segir eiginmanninn, Bjarna Garðarsson flugmanni hjá Icelandair, settan í það hlutverk að horfa á myndirnar með henni. Polteirgeist stendur upp úr. Freddy Kruger myndirnar. Pet Sematary. Svo ekki sé talað um seríurnar American Horror Story, Dahmer og fleiri. Þótt Andrea muni sinna markaðsstjórastarfinu sínu í dag eins og aðra vinnudaga, er þessi mánudagur þó óhefðbundinn. Enda óvenjumikil stemning fyrir hrekkjavökunni í Keflavík þar sem þau hjónin búa með börnunum sínum. Ekki er nóg með það að öll fjölskyldan klæðir sig upp í búninga. Þá mæta systkynabörn sérstaklega úr Kópavogi tl þess að taka þátt í stemmingunni. Mjög líklega er þessi dagur svona stór í Keflavík vegna áhrifa frá ameríska hernum á flugvellinum í gamla daga. Enda er þetta miklu stærri dagur hér en Öskudagurinn.“ Byrjaði í smáauglýsingadeild DV Andrea er Keflvíkingur í húð og hár. Fædd þar og uppalin en segir að eins og flestir aðrir Keflvíkingar, fór hún á það stig um tíma að vilja komast þaðan sem fyrst og ætlaði aldrei að flytja þangað aftur. Það var um tvítugt þegar hún var búin með FS og flutti um hæl til Reykjavíkur. Þar fékk hún vinnu í gegnum vinkonu sína. Því svo heppilega vildi til að frænka vinkonunnar var yfirmaður smáauglýsingadeildar DV. Sem eins og margir muna; var hreinlega mikilvægasta tekjulind DV til margra ára. Þar sem menn jafnvel auglýstu eftir konum. Og konur auglýstu eftir mönnum. Enda ekkert Tinder til í þá daga. Andrea segir árin á smáauglýsingadeildinni hafa verið rosalega skemmtileg. Í þá daga var auðvitað ekkert rafrænt. „Við sátum þarna prúðbúnar í anddyrinu íklæddar gráum skyrtum merktum DV. Mjög fínar enda vorum við andlit fyrirtækisins. Og þarna voru peningarnir. Ef fólk vildi selja bílana sína kom það til okkar, við tókum mynd, gengum frá texta og viðskiptavinurinn greiddi á staðnum,“ segir Andrea nokkuð skemmt þegar hún rifjar upp þennan tíma. Já þá var öldin svo sannarlega önnur eins og sagt er. Þótt allt á milli himins og jarðar væri auglýst í smáauglýsingum DV voru það einna helst einkamálaauglýsingarnar sem voru á milli tannana á fólki. Enda rötuðu þær auglýsingar stundum í fréttirnar. Ég man eftir einni slíkri sem ég afgreiddi og endaði í fréttum. Þá hafði samband fangi af Litla hrauni með einkamálaauglýsingu. Hann var með tilbúinn texta og allt. Auglýsti eftir konu til að fara að skrifast á við. Svona bréfaskriftir eins og þá voru. Og ef það gengi vel, þá að hittast,“ segir Andrea og bætir við: „Ég gekk frá þessu öllu saman en man að ég þurfti samt að fara til yfirmannsins og hreinlega spyrja hvort þetta mætti. Enda maðurinn í fangelsi.“ Grænt ljós var gefið á auglýsinguna umræddu, sem síðan varð ein þeirra sem komast í fréttir. Andrea veit þó ekki hvernig til tókst hjá fanganum að eignast vinkonu. Andrea hefur starfað í auglýsinga- og markaðsgeiranum frá því um tvítugt þegar hún byrjaði á smáauglýsingadeild DV sem þá var mikilvæg tekjulind útgáfunnar. Síðar starfaði hún hjá 365 miðlum í fjórtán ár en árið 2018 söðlaði hún um, fjölskyldan flutti í Keflavík og þar réði hún sig fljótlega til Samkaupa.Vísir/Vilhelm Árin á Bylgjunni Fór þó því miður svo að DV fór í þrot en Andrea var svo heppin að fá starf við þjónustuauglýsingar hjá Fréttablaðinu, sem yfirtók reyndar DV. Síðan bættust við ljósvakamiðlarnir, Stöð 2, Bylgjan og fleiri smærri stöðvar og úr varð fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar. „Það var ofsaleg gróska á þessum tíma. Mikill ákafi í auglýsingafólkinu að selja,“ segir Andrea. Andrea færðist síðan inn á auglýsingasöludeild Bylgjunnar og endaði með að starfa þar til ársins 2018. Enda segist hún eiga mikið af vinum enn frá þessum tíma. Þetta hafi verið skemmtilegur tími og mikið af skemmtilegu fólki. ,,Þarna var maður í rauninni komin í allt annars konar starf. Því sölumennskan í útvarp þýddi að oft þurfti maður að vera rosalega sniðugur í því sjálfur að búa til texta og slógan fyrir viðskiptavini í stað þess að taka bara á móti texta eins og tíðkaðist í smáauglýsingum eða þjónustuauglýsingum.“ Og metnaðurinn var mikill. „Ég man alveg eftir fyrsta verkefninu mínu. Sem var fyrir hann Rúnar Gíslason í Kokkunum. Hann sagði við mig að hann vildi að auglýsingin yrði stutt og hnitmiðuð og það var í rauninni það sem ég hafði í höndum til að byrja með. Það reyndar gekk það vel að þessi auglýsing var í keyrslu í mörg ár.“ Alls kyns nýjungar voru líka búnar til á útvarpssviðinu til að reyna að auka tekjur félagsins. Til dæmis Heilsuvikan, Vikukynningin og alls kyns aðrar þemavikur. Sem margar hverjar lifa enn. En eitthvað sérstakt sem þú manst eftir. Svona til dæmis frá upphafsárunum. Hverjir voru vinsælir þá í útvarpinu til dæmis? „Já ég man auðvitað eftir Mána sem var byrjaður í Harmageddon og kom reglulega upp á söludeild og hristi upp í liðinu. Svo skemmtilegur karakter. Síðan man ég að allir stukku á að reyna að selja bestu kostunina á Sigga Hlö þegar hann byrjaði,“ segir Andrea og er ekki frá því að svo vel hafi tekist til með Sigga Hlö þáttinn að hans helstu kostendur hafi verið þeir sömu allan þann tíma sem Veistu hver ég var þátturinn hans var í loftinu. Andrea segir að á þessum tíma hafi auglýsingadeildinni í útvarpinu verið skipt niður á milli miðla. „Þetta var svona svolítið „Við Bylgjuliðið og síðan FM liðið,““ segir Andrea og hlær. En nefnir nokkur góðkunnug nöfn úr útvarpinu sem hún segir að henni finnist alltaf jafn vænt um að hlusta á: Ívar, Rúnar Róberts, Kristófer Helga…. Þess skal getið að ofangreindir ljósvakamiðlar eru nú í eigu Sýnar hf., eiganda Vísir.is. Aldrei að segja aldrei En eins og svo margir hafa brennt sig á, borgar sig aldrei að segja aldrei. Því Andrea, sem aldrei ætlaði að flytja til Keflavíkur, flutti þangað á endanum. „Við sáum draumahúsið okkar og fluttum aftur árið 2016.“ Bjarni er líka úr Keflavík og segir Andrea að þótt þeirra samband hafi ekki hafist fyrr en löngu síðar, voru þau samferða í skóla og vinahópum í Keflavík á sínum tíma. Börnin þeirra eru Ísabella 12 ára, Emma 9 ára og Þorvaldur Máni 21 árs, sem Andrea átti fyrir. Þegar fjölskyldan fluttist til Keflavíkur réði Andrea sig til að byrja með í starf hjá Víkurfréttum. Svo vel vildi til að Víkurfréttir og Samkaup eru staðsett í sama húsnæði; Víkurfréttir á 4.hæð og Samkaup á 5.hæð. Einn daginn tekur Andrea á móti auglýsingu fyrir Samkaup. Og viti menn: Þarna var verið að auglýsa starf sem Andrea sjálf hafði mikinn áhuga á! Umrætt starf var markaðsfulltrúastarf hjá Samkaup. ,,Ég sendi strax tölvupóst til Ingibjargar Halldórsdóttur markaðsstjóra Samkaupa og lét vita að ég væri rosalega spennt og til í meiri upplýsingar,“ segir Andrea og hlær. Fór svo að Andrea fékk starfið! „Auðvitað þó þannig að ég fór bara sama feril og aðrir umsækjendur. Sendi inn umsókn og fór í atvinnuviðtal.“ Eins og hjá mörgum voru graskerin skorin út um helgina en Andrea mælir með því að foreldrar taki þátt í þessum degi með krökkunum, það sé svo sannarlega þess virði. Mikil stemning myndist og hjá þeim koma meira að segja systkinabörn í heimsókn frá Kópavogi til að taka þátt í fjörinu. Að fá tækifæri til að vaxa Andrea segist hafa verið ánægð í starfi strax á fyrsta degi. Enda sé það svo skondið að í gegnum tíðina hafi hún alltaf verið eins og áhugamanneskja um matvörubúðir. ,,Meira að segja í útlöndum á ég það til að fara sérstakalega í matvörubúðir bara til að skoða hvernig skipulagið sé hjá þeim, uppröðun og fleira.“ Þá hefur það fylgt henni frá því hún var barn að hafa mikla ástríðu fyrir alls kyns matseld. „Þegar við vorum unglingar átti ég það til að ráðast í eitthvað eins og að innbaka Cambembert þegar vinkonurnar voru að koma í heimsókn,“ segir Andrea og skellihlær. Þetta, auk reynslunnar af því að hafa síðustu áratugina unnið fjölmiðlamegin við sölu og þjónustu auglýsinga, hafi svo sannarlega gert það að verkum að Andrea upplifi sig í draumastarfinu. En hvernig var að vera núna komin hinum megin við borðið; að kaupa auglýsingar fjölmiðla frekar en að selja þær? „Það er mjög dýrmæt reynsla og góð og ég myndi segja að öll þessi ár á fjölmiðlunum hafi skólað mann mikið til. En það er ekki bara það að maður þekki fjölmiðlana og markaðinn, heldur kynntist maður líka öllum auglýsingastofunum mjög vel og það er ekkert síður reynsla sem nýst hefur vel. Að hafa setið svona beggja megin borðsins gefur manni ákveðinn skilning sem maður annars hefði kannski síður.“ Þegar Andrea byrjaði hjá Samkaupum var mikið að gera. Sem gerði það að verkum að henni var svolítið hent út í djúpu laugina og strax treyst fyrir mörgum verkefnum. „Við Ingibjörg erum tvær og njótum góðrar hjálpar frá hönnuðum og auglýsingastofum. Vörumerkin eru nokkur. Þar má telja; Nettó, Iceland, Krambúðir, Kjörbúðir og það nýjasta, Samkaups Appið, sem ég hvet alla til þess að sækja og nota.“ Fyrir stuttu var Andreu boðið að taka að sér stöðu markaðsstjóra Krambúðanna og Kjörbúðanna. ,,Það er ótrúlega hvetjandi að fá að vaxa svona í starfi og ég er ótrúlega stolt og ánægð að hafa fengið þetta tækifæri. Í þessu felst mikið traust sem gefur manni aftur aukinn drifkraft og hugrekki til að takast á við ný verkefni,“ segir Andrea. Andrea hefur oft verið norn á þessum degi og segir eitthvað þægilegt við þann búning. Hún er ánægð og stolt með stöðuhækkunina sína hjá Samkaupum og segir það mikla hvatningu að fá tækifæri til að þróast í starfi eins og hún hefur fengið tækifæri til.Vísir/Vilhelm, aðsent Nornir og aðrar verur Í dag er fókusinn samt á allt það sem snýr að Hrekkjavökudeginum. „Við erum með Facebook-síðu í hverfinu fyrir Hrekkjavökuna,“ segir Andrea. Hún segir undirbúninginn hefjast um mánuði til tveimur fyrir daginn sjálfan. Þar sem allir í fjölskyldunni fara að velta fyrir sér hvað eigi að gera og hvaða búningum eigi að klæðast. Allir hafa sitt ákvörðunarvald og því snýst dagurinn ekkert um að allir séu eins eða í þema. Í ár verðum við fjölskyldan klædd upp sem draugur, fallinn engill, Ziggy Stardust, ógeðis trúður og ég verð karekter úr The handmaid´s Tale „Þetta er rosalega mikil stemning og auðvitað förum við út með krökkunum á röltið. Enda verða margir krakkar hrædd að vera ein. Maður veit aldrei hvenær það fara að heyrast undarleg hljóð í umhverfinu eða einhver stekkur út úr einhverjum runnanum,“ segir Andrea og skellihlær. Sjálf mælir hún með því að foreldrar taki þátt í þessari gleði með krökkunum. Það sé svo sannarlega þess virði enda séu þetta aðeins tveir klukkutímar eða svo sem fari í röltið en samveran og stemningin sem myndast í fjölskyldunni mikil og góð. Þá hafi fjölskyldan verið svo heppin að veðrið hafi nánast alltaf verið það gott að það væri hægt að fara á röltið. En til marks um hversu mikil stemning þetta er hér má nefna að við eigum jafn marga kassa af hrekkjavökdóti og búningum og jólaskrauti.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Hrekkjavaka Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„En ég horfi aldrei á þær ein. Er meira að segja myrkfælin,“ segir Andrea og skellihlær. Andrea segir eiginmanninn, Bjarna Garðarsson flugmanni hjá Icelandair, settan í það hlutverk að horfa á myndirnar með henni. Polteirgeist stendur upp úr. Freddy Kruger myndirnar. Pet Sematary. Svo ekki sé talað um seríurnar American Horror Story, Dahmer og fleiri. Þótt Andrea muni sinna markaðsstjórastarfinu sínu í dag eins og aðra vinnudaga, er þessi mánudagur þó óhefðbundinn. Enda óvenjumikil stemning fyrir hrekkjavökunni í Keflavík þar sem þau hjónin búa með börnunum sínum. Ekki er nóg með það að öll fjölskyldan klæðir sig upp í búninga. Þá mæta systkynabörn sérstaklega úr Kópavogi tl þess að taka þátt í stemmingunni. Mjög líklega er þessi dagur svona stór í Keflavík vegna áhrifa frá ameríska hernum á flugvellinum í gamla daga. Enda er þetta miklu stærri dagur hér en Öskudagurinn.“ Byrjaði í smáauglýsingadeild DV Andrea er Keflvíkingur í húð og hár. Fædd þar og uppalin en segir að eins og flestir aðrir Keflvíkingar, fór hún á það stig um tíma að vilja komast þaðan sem fyrst og ætlaði aldrei að flytja þangað aftur. Það var um tvítugt þegar hún var búin með FS og flutti um hæl til Reykjavíkur. Þar fékk hún vinnu í gegnum vinkonu sína. Því svo heppilega vildi til að frænka vinkonunnar var yfirmaður smáauglýsingadeildar DV. Sem eins og margir muna; var hreinlega mikilvægasta tekjulind DV til margra ára. Þar sem menn jafnvel auglýstu eftir konum. Og konur auglýstu eftir mönnum. Enda ekkert Tinder til í þá daga. Andrea segir árin á smáauglýsingadeildinni hafa verið rosalega skemmtileg. Í þá daga var auðvitað ekkert rafrænt. „Við sátum þarna prúðbúnar í anddyrinu íklæddar gráum skyrtum merktum DV. Mjög fínar enda vorum við andlit fyrirtækisins. Og þarna voru peningarnir. Ef fólk vildi selja bílana sína kom það til okkar, við tókum mynd, gengum frá texta og viðskiptavinurinn greiddi á staðnum,“ segir Andrea nokkuð skemmt þegar hún rifjar upp þennan tíma. Já þá var öldin svo sannarlega önnur eins og sagt er. Þótt allt á milli himins og jarðar væri auglýst í smáauglýsingum DV voru það einna helst einkamálaauglýsingarnar sem voru á milli tannana á fólki. Enda rötuðu þær auglýsingar stundum í fréttirnar. Ég man eftir einni slíkri sem ég afgreiddi og endaði í fréttum. Þá hafði samband fangi af Litla hrauni með einkamálaauglýsingu. Hann var með tilbúinn texta og allt. Auglýsti eftir konu til að fara að skrifast á við. Svona bréfaskriftir eins og þá voru. Og ef það gengi vel, þá að hittast,“ segir Andrea og bætir við: „Ég gekk frá þessu öllu saman en man að ég þurfti samt að fara til yfirmannsins og hreinlega spyrja hvort þetta mætti. Enda maðurinn í fangelsi.“ Grænt ljós var gefið á auglýsinguna umræddu, sem síðan varð ein þeirra sem komast í fréttir. Andrea veit þó ekki hvernig til tókst hjá fanganum að eignast vinkonu. Andrea hefur starfað í auglýsinga- og markaðsgeiranum frá því um tvítugt þegar hún byrjaði á smáauglýsingadeild DV sem þá var mikilvæg tekjulind útgáfunnar. Síðar starfaði hún hjá 365 miðlum í fjórtán ár en árið 2018 söðlaði hún um, fjölskyldan flutti í Keflavík og þar réði hún sig fljótlega til Samkaupa.Vísir/Vilhelm Árin á Bylgjunni Fór þó því miður svo að DV fór í þrot en Andrea var svo heppin að fá starf við þjónustuauglýsingar hjá Fréttablaðinu, sem yfirtók reyndar DV. Síðan bættust við ljósvakamiðlarnir, Stöð 2, Bylgjan og fleiri smærri stöðvar og úr varð fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar. „Það var ofsaleg gróska á þessum tíma. Mikill ákafi í auglýsingafólkinu að selja,“ segir Andrea. Andrea færðist síðan inn á auglýsingasöludeild Bylgjunnar og endaði með að starfa þar til ársins 2018. Enda segist hún eiga mikið af vinum enn frá þessum tíma. Þetta hafi verið skemmtilegur tími og mikið af skemmtilegu fólki. ,,Þarna var maður í rauninni komin í allt annars konar starf. Því sölumennskan í útvarp þýddi að oft þurfti maður að vera rosalega sniðugur í því sjálfur að búa til texta og slógan fyrir viðskiptavini í stað þess að taka bara á móti texta eins og tíðkaðist í smáauglýsingum eða þjónustuauglýsingum.“ Og metnaðurinn var mikill. „Ég man alveg eftir fyrsta verkefninu mínu. Sem var fyrir hann Rúnar Gíslason í Kokkunum. Hann sagði við mig að hann vildi að auglýsingin yrði stutt og hnitmiðuð og það var í rauninni það sem ég hafði í höndum til að byrja með. Það reyndar gekk það vel að þessi auglýsing var í keyrslu í mörg ár.“ Alls kyns nýjungar voru líka búnar til á útvarpssviðinu til að reyna að auka tekjur félagsins. Til dæmis Heilsuvikan, Vikukynningin og alls kyns aðrar þemavikur. Sem margar hverjar lifa enn. En eitthvað sérstakt sem þú manst eftir. Svona til dæmis frá upphafsárunum. Hverjir voru vinsælir þá í útvarpinu til dæmis? „Já ég man auðvitað eftir Mána sem var byrjaður í Harmageddon og kom reglulega upp á söludeild og hristi upp í liðinu. Svo skemmtilegur karakter. Síðan man ég að allir stukku á að reyna að selja bestu kostunina á Sigga Hlö þegar hann byrjaði,“ segir Andrea og er ekki frá því að svo vel hafi tekist til með Sigga Hlö þáttinn að hans helstu kostendur hafi verið þeir sömu allan þann tíma sem Veistu hver ég var þátturinn hans var í loftinu. Andrea segir að á þessum tíma hafi auglýsingadeildinni í útvarpinu verið skipt niður á milli miðla. „Þetta var svona svolítið „Við Bylgjuliðið og síðan FM liðið,““ segir Andrea og hlær. En nefnir nokkur góðkunnug nöfn úr útvarpinu sem hún segir að henni finnist alltaf jafn vænt um að hlusta á: Ívar, Rúnar Róberts, Kristófer Helga…. Þess skal getið að ofangreindir ljósvakamiðlar eru nú í eigu Sýnar hf., eiganda Vísir.is. Aldrei að segja aldrei En eins og svo margir hafa brennt sig á, borgar sig aldrei að segja aldrei. Því Andrea, sem aldrei ætlaði að flytja til Keflavíkur, flutti þangað á endanum. „Við sáum draumahúsið okkar og fluttum aftur árið 2016.“ Bjarni er líka úr Keflavík og segir Andrea að þótt þeirra samband hafi ekki hafist fyrr en löngu síðar, voru þau samferða í skóla og vinahópum í Keflavík á sínum tíma. Börnin þeirra eru Ísabella 12 ára, Emma 9 ára og Þorvaldur Máni 21 árs, sem Andrea átti fyrir. Þegar fjölskyldan fluttist til Keflavíkur réði Andrea sig til að byrja með í starf hjá Víkurfréttum. Svo vel vildi til að Víkurfréttir og Samkaup eru staðsett í sama húsnæði; Víkurfréttir á 4.hæð og Samkaup á 5.hæð. Einn daginn tekur Andrea á móti auglýsingu fyrir Samkaup. Og viti menn: Þarna var verið að auglýsa starf sem Andrea sjálf hafði mikinn áhuga á! Umrætt starf var markaðsfulltrúastarf hjá Samkaup. ,,Ég sendi strax tölvupóst til Ingibjargar Halldórsdóttur markaðsstjóra Samkaupa og lét vita að ég væri rosalega spennt og til í meiri upplýsingar,“ segir Andrea og hlær. Fór svo að Andrea fékk starfið! „Auðvitað þó þannig að ég fór bara sama feril og aðrir umsækjendur. Sendi inn umsókn og fór í atvinnuviðtal.“ Eins og hjá mörgum voru graskerin skorin út um helgina en Andrea mælir með því að foreldrar taki þátt í þessum degi með krökkunum, það sé svo sannarlega þess virði. Mikil stemning myndist og hjá þeim koma meira að segja systkinabörn í heimsókn frá Kópavogi til að taka þátt í fjörinu. Að fá tækifæri til að vaxa Andrea segist hafa verið ánægð í starfi strax á fyrsta degi. Enda sé það svo skondið að í gegnum tíðina hafi hún alltaf verið eins og áhugamanneskja um matvörubúðir. ,,Meira að segja í útlöndum á ég það til að fara sérstakalega í matvörubúðir bara til að skoða hvernig skipulagið sé hjá þeim, uppröðun og fleira.“ Þá hefur það fylgt henni frá því hún var barn að hafa mikla ástríðu fyrir alls kyns matseld. „Þegar við vorum unglingar átti ég það til að ráðast í eitthvað eins og að innbaka Cambembert þegar vinkonurnar voru að koma í heimsókn,“ segir Andrea og skellihlær. Þetta, auk reynslunnar af því að hafa síðustu áratugina unnið fjölmiðlamegin við sölu og þjónustu auglýsinga, hafi svo sannarlega gert það að verkum að Andrea upplifi sig í draumastarfinu. En hvernig var að vera núna komin hinum megin við borðið; að kaupa auglýsingar fjölmiðla frekar en að selja þær? „Það er mjög dýrmæt reynsla og góð og ég myndi segja að öll þessi ár á fjölmiðlunum hafi skólað mann mikið til. En það er ekki bara það að maður þekki fjölmiðlana og markaðinn, heldur kynntist maður líka öllum auglýsingastofunum mjög vel og það er ekkert síður reynsla sem nýst hefur vel. Að hafa setið svona beggja megin borðsins gefur manni ákveðinn skilning sem maður annars hefði kannski síður.“ Þegar Andrea byrjaði hjá Samkaupum var mikið að gera. Sem gerði það að verkum að henni var svolítið hent út í djúpu laugina og strax treyst fyrir mörgum verkefnum. „Við Ingibjörg erum tvær og njótum góðrar hjálpar frá hönnuðum og auglýsingastofum. Vörumerkin eru nokkur. Þar má telja; Nettó, Iceland, Krambúðir, Kjörbúðir og það nýjasta, Samkaups Appið, sem ég hvet alla til þess að sækja og nota.“ Fyrir stuttu var Andreu boðið að taka að sér stöðu markaðsstjóra Krambúðanna og Kjörbúðanna. ,,Það er ótrúlega hvetjandi að fá að vaxa svona í starfi og ég er ótrúlega stolt og ánægð að hafa fengið þetta tækifæri. Í þessu felst mikið traust sem gefur manni aftur aukinn drifkraft og hugrekki til að takast á við ný verkefni,“ segir Andrea. Andrea hefur oft verið norn á þessum degi og segir eitthvað þægilegt við þann búning. Hún er ánægð og stolt með stöðuhækkunina sína hjá Samkaupum og segir það mikla hvatningu að fá tækifæri til að þróast í starfi eins og hún hefur fengið tækifæri til.Vísir/Vilhelm, aðsent Nornir og aðrar verur Í dag er fókusinn samt á allt það sem snýr að Hrekkjavökudeginum. „Við erum með Facebook-síðu í hverfinu fyrir Hrekkjavökuna,“ segir Andrea. Hún segir undirbúninginn hefjast um mánuði til tveimur fyrir daginn sjálfan. Þar sem allir í fjölskyldunni fara að velta fyrir sér hvað eigi að gera og hvaða búningum eigi að klæðast. Allir hafa sitt ákvörðunarvald og því snýst dagurinn ekkert um að allir séu eins eða í þema. Í ár verðum við fjölskyldan klædd upp sem draugur, fallinn engill, Ziggy Stardust, ógeðis trúður og ég verð karekter úr The handmaid´s Tale „Þetta er rosalega mikil stemning og auðvitað förum við út með krökkunum á röltið. Enda verða margir krakkar hrædd að vera ein. Maður veit aldrei hvenær það fara að heyrast undarleg hljóð í umhverfinu eða einhver stekkur út úr einhverjum runnanum,“ segir Andrea og skellihlær. Sjálf mælir hún með því að foreldrar taki þátt í þessari gleði með krökkunum. Það sé svo sannarlega þess virði enda séu þetta aðeins tveir klukkutímar eða svo sem fari í röltið en samveran og stemningin sem myndast í fjölskyldunni mikil og góð. Þá hafi fjölskyldan verið svo heppin að veðrið hafi nánast alltaf verið það gott að það væri hægt að fara á röltið. En til marks um hversu mikil stemning þetta er hér má nefna að við eigum jafn marga kassa af hrekkjavökdóti og búningum og jólaskrauti.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Hrekkjavaka Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00