„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 31. október 2022 07:01 Þórunn María G. Kærnested og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Stöð 2 Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. „Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is. Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01