Real á toppinn þrátt fyrir að misstíga sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 19:31 Það var hart barist í Madríd. Denis Doyle/Getty Images Spánarmeistarar Real Madríd náðu toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á nýjan leik með 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Girona. Þó lærisveinar Carlo Ancelotti hafi komist á topp deildarinnar verður að segjast að liðið hafi stigið á bananahýði í dag. Leikur dagsins var markalaus framan af og virtust heimamenn eiga fá svör við varnarleik gestanna. Það var loks þegar tuttugu mínútur lifðu leiks sem Federico Valverde gaf fyrir markið þar sem Vinícius Júnior þurfti aðeins að renna boltanum yfir línuna og heimamenn komnir 1-0 yfir. Aðeins tíu mínútum síðar fór boltinn í hend Marco Asensio innan vítateigs og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni var vítaspyrna dæmd. Cristhian Stuani fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þegar venjulegum leiktíma var að ljúka kom Rodrygo boltanum í netið og heimamenn ærðust af fögnuði. Dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og skömmu síðar nældi Toni Kroos sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar sem níu mínútum var bætt við þá voru heimamenn manni færri síðustu mínútur leiksins en það kom ekki að sök þar sem gestirnir ógnuðu lítið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. HIGHLIGHTS: #RealMadridGirona 1-1 @realmadriden weren't able to keep up their winning streak with @CristhianStuani's equalising penalty denying the European champions of a win!#LaLigaSantander | #LaLigaHighlights pic.twitter.com/Kj2YxqRt2Z— LaLiga English (@LaLigaEN) October 30, 2022 Real fer með stiginu upp á topp deildarinnar með 32 stig en Barcelona er í öðru sæti með 31 stig. Bæði lið hafa leikið 12 leiki. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Leikur dagsins var markalaus framan af og virtust heimamenn eiga fá svör við varnarleik gestanna. Það var loks þegar tuttugu mínútur lifðu leiks sem Federico Valverde gaf fyrir markið þar sem Vinícius Júnior þurfti aðeins að renna boltanum yfir línuna og heimamenn komnir 1-0 yfir. Aðeins tíu mínútum síðar fór boltinn í hend Marco Asensio innan vítateigs og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni var vítaspyrna dæmd. Cristhian Stuani fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þegar venjulegum leiktíma var að ljúka kom Rodrygo boltanum í netið og heimamenn ærðust af fögnuði. Dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og skömmu síðar nældi Toni Kroos sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar sem níu mínútum var bætt við þá voru heimamenn manni færri síðustu mínútur leiksins en það kom ekki að sök þar sem gestirnir ógnuðu lítið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. HIGHLIGHTS: #RealMadridGirona 1-1 @realmadriden weren't able to keep up their winning streak with @CristhianStuani's equalising penalty denying the European champions of a win!#LaLigaSantander | #LaLigaHighlights pic.twitter.com/Kj2YxqRt2Z— LaLiga English (@LaLigaEN) October 30, 2022 Real fer með stiginu upp á topp deildarinnar með 32 stig en Barcelona er í öðru sæti með 31 stig. Bæði lið hafa leikið 12 leiki.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira