Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 22:56 Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er núverandi heimsmeistarinn í skák. Vísir/Vilhelm Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. Fyrstu leikir dagsins voru leiknir af tveimur sex ára börnum, þeim Aríu Björk og Thor Guðna en þau voru bæði nemendur í leikskólanum Laufásborg. Börnum í leikskólanum er gjarnan kennd skák og er skákrými leikskólans sagt nefnt eftir stórmeistaranum Friðrik Ólafssyni. Magnus Carlsen tefldi fjórar skákir gegn Ian Nepomniachtchi. Carlsen vann fyrstu skákina en tapaði hinum þremur. Nodirbek Abdusattorov tefldi aðeins þrjár skákir við Hikaru Nakamura en Nakamura vann fyrstu þrjár skákirnar og því var ekki þörf á að tefla þá fjórðu. Nepomniachtchi og Nakamura mætast því í úrslitum og kemur þá í ljós hver næsti heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák verður. Leiki dagsins má sjá með því að smella hér. Allir átta keppendur mótsins teljast sem stórmeistarar en til þess að öðlast þá nafnbót þarf skákmaður að ná 2500 skákstigum á einhverjum tímapunkti á sínum ferli auk annarra áfanga. Aðeins fimmtán manns hafa orðið stórmeistarar hér á landi og er Hjörvar Steinn Grétarsson einn þeirra. Hjörvar er þátttakandi á heimsmeistaramótinu og mun á morgun tefla við Matthias Blübaum um sjöunda sætið. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Fyrstu leikir dagsins voru leiknir af tveimur sex ára börnum, þeim Aríu Björk og Thor Guðna en þau voru bæði nemendur í leikskólanum Laufásborg. Börnum í leikskólanum er gjarnan kennd skák og er skákrými leikskólans sagt nefnt eftir stórmeistaranum Friðrik Ólafssyni. Magnus Carlsen tefldi fjórar skákir gegn Ian Nepomniachtchi. Carlsen vann fyrstu skákina en tapaði hinum þremur. Nodirbek Abdusattorov tefldi aðeins þrjár skákir við Hikaru Nakamura en Nakamura vann fyrstu þrjár skákirnar og því var ekki þörf á að tefla þá fjórðu. Nepomniachtchi og Nakamura mætast því í úrslitum og kemur þá í ljós hver næsti heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák verður. Leiki dagsins má sjá með því að smella hér. Allir átta keppendur mótsins teljast sem stórmeistarar en til þess að öðlast þá nafnbót þarf skákmaður að ná 2500 skákstigum á einhverjum tímapunkti á sínum ferli auk annarra áfanga. Aðeins fimmtán manns hafa orðið stórmeistarar hér á landi og er Hjörvar Steinn Grétarsson einn þeirra. Hjörvar er þátttakandi á heimsmeistaramótinu og mun á morgun tefla við Matthias Blübaum um sjöunda sætið.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Í beinni: Manchester City - Tottenham | Alvöru próf fyrir gestina Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10
„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07
Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07