Cavill kveður Geralt af Riviu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 21:58 Henry Cavill kveður Geralt og Liam Hemsworth tekur við. Getty/Juan Naharro Gimenez, Taylor Hill Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað. Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana. Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þættirnir , sem hófu göngu sína árið 2019, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix en þrjár seríur hafa verið gerðar af þáttunum og nú er sú fjórða á leiðinni. Leikararnir birtu báðir tilkynningu um breytinguna á Instagram reikningum sínum fyrr í kvöld en hlutverkið sem um ræðir er skrímslaveiðarinn Geralt af Riviu. Cavill segist hlakka til að sjá Hemsworth taka við keflinu og leika „einn mest heillandi og fjölbreytta mann“ sem til sé. View this post on Instagram A post shared by Henry Cavill (@henrycavill) Hemsworth segist himinlifandi yfir því að fá tækifæri til þess að leika Geralt og hrósar hann Cavill fyrir sína túlkun á hlutverkinu. Af athugasemdum við Instagram tilkynningar leikarana að dæma má sjá að margir eru verulega óánægðir með breytinguna. Sumir virðast vona að um einhverskonar brandara sé að ræða og spyr einn aðdáandi hvort Ástralar haldi upp á fyrsta apríl í október en Hemsworth er ástralskur. Engin ástæða virðist gefin fyrir leikaraskiptunum en greinilegt er að Cavill er vinsæll hjá Hollywood um þessar mundir. Leikarinn staðfesti endurkomu sína í hlutverk Superman á dögunum og leikur einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd um Enolu Holmes ásamt „Stanger things“ leikkonunni Millie Bobby Brown. Sú kvikmynd er væntanleg á Netflix þann 4. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þriðju seríu Witcher þáttana.
Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira