Maté: Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því Árni Jóhannsson skrifar 28. október 2022 22:29 Maté Dalmay brúnaþungur enda sýndu hans menn ekki góða frammistöðu á móti Val Vísir / Hulda Margrét Þjálfari Hauka Maté Dalmay var mjög svekktur með sína menn í kvöld og sagði að það þurfti framlag frá mikið fleiri mönnum ef þeir eiga að eiga séns í stóru liðin í deildinni. Haukar töpuðu fyrir Val 77-87 í fjórðu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Þetta var fyrsta tap Hauka í deildinni. Hann var spurður að því hvort það væru sóknarfráköst og stig eftir þau sem sviðu mest í tapi hans manna í kvöld. „Meðal annars. Það er bara svekkjandi að vera að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum á heimavelli og þeir taka 50/50 boltana og sóknarfráköstin og eru meira einbeittir í smá atriðum til að vinna þennan leik.“ Fannst honum hans menn ekki gera nógu mikið í kvöld? „Auðvitað ekki. Það voru strákar sem mættur ekki til leiks. Við þurfum að fá framlag frá Orra [Gunnarssyni] og Alexander Knudsen og Breka. Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því. Alexander og Orri eru að spila sínar fyrstu alvöru mínútur í úrvalsdeild og þetta verður komið vonandi eftir nokkra mánuði.“ Maté var þá spurður að því hvað hann þyrfti að segja við sína menn í klefanum strax eftir leik. „Það er stutt í næsta leik. Svo kemur góð pása fyrir okkur itl að hlaða batteríin. Við ætlum ekkert að leggjast í alltof mikið þunglyndi að hafa tapað fyrir Val. Það voru nokkrir sénsar að koma til baka eftir að hafa lent illa undir. Þá einmitt klikka menn á allskonar ömurlegum smá atriðum. Svo erum við bara að fá framlag úr alltof fáum áttum. Það eru alltof fáir sem taka af skarið og reyna að búa eitthvað til. Við erum einsleitir og í dag kom það í ljós að við söknum eins erlends leikmanns [Darwin Davis Jr.] sem á að taka liðið á bakið þegar erfitt er að brjóta niður varnir.“ Að lokum var hann spurður að því hvort frammistaðan í kvöld myndi ekki brýna hans menn fyrir næsta stóra verkefni. „Já, Valur hefur svolítið siglt undir Tindastól og Keflavík radarinn. Þetta eru náttúrlega Íslandsmeistararnir að verja titilinn sinn. Eru eitt af tveimur bestu liðunum og Keflavík er svo hitt liðið þannig að það er annað risa próf næst og það þurfa allir að rífa sig helvíti mikið í gang ef við eigum að eiga séns í Keflavík.“ Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 77-87 | Meistararnir fyrstir til að leggja nýliðana Íslandsmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna nýliða Hauka. Lokatölur 77-87, en Valur leiddi frá fyrstu mínútu og var sigurinn verðskuldaður. 28. október 2022 22:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Hann var spurður að því hvort það væru sóknarfráköst og stig eftir þau sem sviðu mest í tapi hans manna í kvöld. „Meðal annars. Það er bara svekkjandi að vera að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum á heimavelli og þeir taka 50/50 boltana og sóknarfráköstin og eru meira einbeittir í smá atriðum til að vinna þennan leik.“ Fannst honum hans menn ekki gera nógu mikið í kvöld? „Auðvitað ekki. Það voru strákar sem mættur ekki til leiks. Við þurfum að fá framlag frá Orra [Gunnarssyni] og Alexander Knudsen og Breka. Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því. Alexander og Orri eru að spila sínar fyrstu alvöru mínútur í úrvalsdeild og þetta verður komið vonandi eftir nokkra mánuði.“ Maté var þá spurður að því hvað hann þyrfti að segja við sína menn í klefanum strax eftir leik. „Það er stutt í næsta leik. Svo kemur góð pása fyrir okkur itl að hlaða batteríin. Við ætlum ekkert að leggjast í alltof mikið þunglyndi að hafa tapað fyrir Val. Það voru nokkrir sénsar að koma til baka eftir að hafa lent illa undir. Þá einmitt klikka menn á allskonar ömurlegum smá atriðum. Svo erum við bara að fá framlag úr alltof fáum áttum. Það eru alltof fáir sem taka af skarið og reyna að búa eitthvað til. Við erum einsleitir og í dag kom það í ljós að við söknum eins erlends leikmanns [Darwin Davis Jr.] sem á að taka liðið á bakið þegar erfitt er að brjóta niður varnir.“ Að lokum var hann spurður að því hvort frammistaðan í kvöld myndi ekki brýna hans menn fyrir næsta stóra verkefni. „Já, Valur hefur svolítið siglt undir Tindastól og Keflavík radarinn. Þetta eru náttúrlega Íslandsmeistararnir að verja titilinn sinn. Eru eitt af tveimur bestu liðunum og Keflavík er svo hitt liðið þannig að það er annað risa próf næst og það þurfa allir að rífa sig helvíti mikið í gang ef við eigum að eiga séns í Keflavík.“
Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 77-87 | Meistararnir fyrstir til að leggja nýliðana Íslandsmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna nýliða Hauka. Lokatölur 77-87, en Valur leiddi frá fyrstu mínútu og var sigurinn verðskuldaður. 28. október 2022 22:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 77-87 | Meistararnir fyrstir til að leggja nýliðana Íslandsmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna nýliða Hauka. Lokatölur 77-87, en Valur leiddi frá fyrstu mínútu og var sigurinn verðskuldaður. 28. október 2022 22:00