Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 2-0 | KA-menn tryggðu sér 2. sætið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. október 2022 16:50 KA endar í öðru sæti deildarinnar. Hallgrímur Mar sem sést hér fyrir miðju skoraði tvö mörk í sigri KA á Val í dag. vísir/hulda margrét KA-menn tryggðu sér 2. sæti Bestu-deildar karla er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Val í lokaumferðinni í dag. Valsmenn byrjuðu leikin betur í dag. Þeir náðu að halda vel í boltann og þrýstu KA neðar á völlinn, heimamenn voru heldur passífir og náðu gestirnir að skapa sér góðar stöður. Fyrsta færið var Valsmanna en það kom á fimmtu mínútu leiksins eftir slæm mistök í vörn KA. Sigurður Egill Lárusson fékk þá boltann inn á teig og lét vaða en Kristian Jajalo sá við honum í markinu. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náði KA vopnum sínum og jöfnuðust leikar. KA fékk sína sénsa sem og Valur. Það var svo á 26. mínútu sem dróg til tíðinda þegar Frederik Schram í marki Vals gerði sig sekan um glæfralega sendingu frá marki sem endaði hjá KA mönnum. Daníel Hafsteinsson átti skot að marki þar sem Lasse Petry Andersen var búin að staðsetja sig á línunni, fyrst á litið töldu fólk að Lasse hafði bjargað frábærlega á línu en dómari leiksins Gunnar Oddur Hafliðason var ekki á sama máli og taldi að hann hafði varið boltann með höndunum. Lasse fékk beint rautt spjald í kjölfarið við kröftug mótmæli frá Valsmönnum. KA menn fengu sömuleiðis vítaspyrnu sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók og skoraði af öryggi, KA menn því komnir í forystu á 28. mínútu leiksins. KA menn tóku öll völd á vellinum eftir markið og tvöfölduðum forystuna sína um 10. mínútum síðar þegar áðurnefndur Hallgrímur Mar Steingrímsson átti fast skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Heimamenn komnir í 2-0. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar en KA var með boltann meira og minna allan síðari hálfleik án þess þó að skapa sér teljandi færi. Gestirnir höfðu úr litlu að moða og virtust ætla að una sér við niðurstöðu þessa leiks. Lokatölur 2-0 fyrir KA sem fögnuðu Evrópusætinu vel að leik loknum með sínu stuðningsfólki og enda fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík sem ljúka keppni í þriðja sæti deildarinnar. Af hverju vann KA? Eftir fyrsta markið var í raun aldrei spurning hvor meginn sigurinn myndi enda. KA menn voru mun líflegri í leiknum að undanskildu fyrstu 10-15 mínútunum. Rauða spjaldið hafði heilmikil áhrif á leikinn og virtust gestirnir ekki hafa kraft til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir. Hverjar stóðu upp úr? Það er hægt að telja til mjög marga úr KA liðinu þar sem þeir voru sterkari en Valur á nánast öllum sviðum en ef það á að telja einhverja til þá var Hallgrímur Mar frábær í leiknum, skorar tvö mörk og var duglegur inn á vellinum. Hrannar Mar átti sömuleiðis glimrandi leik og átti ófáar fyrirgjafirnir, átti meðal annars stoðsendinguna á bróðir sinn í öðru markinu. Jakob Snær, Elfar Árni og Rodrigo voru allir öflugir. Hvað gekk illa? Það gekk frekar fátt upp hjá Val eftir fyrsta markið og rauða spjaldið þrátt fyrir góða byrjun, uppspil og að skapa færi gekk illa. Hvað gerist næst? Það gerist bara ekkert næst nema leikmenn komast í langþráð og mikilvægt frí. Ólafur Jó: Þarf að fara að vinna í sjálfum mér Ólafur Jóhannesson mun ekki þjálfa Val áfram.Vísir/Hulda Margrét „Það er fúlt að tapa þessu, þetta var þokkalega jafn leikur í upphafi en við missum mann út af og þá var þetta orðið erfitt. Svo bæta þeir við öðru marki og þá fannst mér við í raun ekki eiga séns eftir það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2-0 á KA vellinum í dag. Lasse Petry Andersen fékk rautt spjald á 26. mínútu leiksins. „Mér sýnist boltinn fara fyrst í brjóstkassann á honum og auðvitað getur verið að í kjölfarið hafi boltinn runnið í hendina á honum en ég held að það sé ekki víti samkvæmt reglunni en ég get auðvitað ekki fullyrti það. Þetta var stór dómur og ég held að hann hafi verið rangur.“ Valur virtust aldrei líklegri til að koma til baka í síðari hálfleik. „Við áttum í raun ekki séns og þurftum bara að halda sjó í seinni hálfleik og reyna að komast þokkalega frá þessum leik. Það var það sem við reyndum að gera.“ Nú tekur Arnar Grétarsson við Val en það hefur verið vitað í töluverðan tíma. „Það var gaman að koma í Val aftur en nú er það búið og nú þarf ég bara að fara að vinna í sjálfum mér og meðan ég geri það að þá get ég ekki unnið aðra vinnu.“ Óli var ánægður með sinn tíma og sagðist ganga sáttur frá borði og það væri ekki á plani að fara að þjálfa annað lið. „Ég gegn mjög sáttur frá borði og nei ég er ekki að fara að taka við öðru liði, það er alveg full vinna og ég get það ekki akkúrat núna. Hallgrímur Mar: Okkur fannst það bara kjaftæði Nökkvi Þeyr Þórisson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frábærir í sumar.Vísir/Hulda Margrét „Það er bara geggjað að enda þetta tímabil á sigri, það er sjúkt veður og lokahóf í kvöld. Þannig maður getur ekki verið annað en léttur,“ sagði Hallgrímur Mar leikmaður KA eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Hallgrímur skoraði bæði mörk KA í leiknum. „Já ég hefði jafnvel geta sett fleiri, ég fékk allavega sénsa til þess. Það er bara fyrsta og fremst geggjað að ná öðru sætinu.“ Valur byrjaði leikinn betur en KA vann sig inn í leikinn eftir því sem leið á. „Við byrjuðum ekki nógu vel, þeir voru að teyma okkur úr stöðunum og mér fannst við ekki ná að klukka þá nógu mikið. Svo náum við að vinna okkur inn í leikinn og þeir fá þetta rauða spjald sem gerir auðvitað allt auðveldara að vera einum fleiri en sigurinn sanngjarn að lokum.“ Hallgrímur var eðlilega mjög sáttur við tímabilið en gat heldur ekki leynt ánægjunni með að vera komin í frí enda tímabilið búið að vera mjög langt. „Það er bara geggjað að klára þetta í öðru sæti en svo er líka bara geggjað að vera búin með þetta tímabil. Mér finnst full langt að spila þetta fram í október. Það er ekki nema ár síðan við byrjuðum að æfa en tímabilið sjálft geggjað og vera komnir í Evrópu er magnað.“ KA var ekki spáð mikilli velgengi fyrir mót en spár sögðu meðal annars 7, 8 og 9 sæti. „Var ég ekki meiddur? Var þetta þá ekki eðlileg spá?“, sagði Hallgrímur glottandi við spurningunni en bætti svo við: „Okkur fannst það auðvitað bara kjaftæði, við vissum alveg hvað væri í þessum hóp sem við sýndum svo bara á tímabilinu, hvergi betri staður til að svara því.“ KA verður með í Evrópukeppninni á næsta ári. „Við getum ekki beðið þótt það sé samt mjög gott að vera komnir í frí.“ Besta deild karla KA Valur
KA-menn tryggðu sér 2. sæti Bestu-deildar karla er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Val í lokaumferðinni í dag. Valsmenn byrjuðu leikin betur í dag. Þeir náðu að halda vel í boltann og þrýstu KA neðar á völlinn, heimamenn voru heldur passífir og náðu gestirnir að skapa sér góðar stöður. Fyrsta færið var Valsmanna en það kom á fimmtu mínútu leiksins eftir slæm mistök í vörn KA. Sigurður Egill Lárusson fékk þá boltann inn á teig og lét vaða en Kristian Jajalo sá við honum í markinu. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náði KA vopnum sínum og jöfnuðust leikar. KA fékk sína sénsa sem og Valur. Það var svo á 26. mínútu sem dróg til tíðinda þegar Frederik Schram í marki Vals gerði sig sekan um glæfralega sendingu frá marki sem endaði hjá KA mönnum. Daníel Hafsteinsson átti skot að marki þar sem Lasse Petry Andersen var búin að staðsetja sig á línunni, fyrst á litið töldu fólk að Lasse hafði bjargað frábærlega á línu en dómari leiksins Gunnar Oddur Hafliðason var ekki á sama máli og taldi að hann hafði varið boltann með höndunum. Lasse fékk beint rautt spjald í kjölfarið við kröftug mótmæli frá Valsmönnum. KA menn fengu sömuleiðis vítaspyrnu sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók og skoraði af öryggi, KA menn því komnir í forystu á 28. mínútu leiksins. KA menn tóku öll völd á vellinum eftir markið og tvöfölduðum forystuna sína um 10. mínútum síðar þegar áðurnefndur Hallgrímur Mar Steingrímsson átti fast skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Heimamenn komnir í 2-0. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar en KA var með boltann meira og minna allan síðari hálfleik án þess þó að skapa sér teljandi færi. Gestirnir höfðu úr litlu að moða og virtust ætla að una sér við niðurstöðu þessa leiks. Lokatölur 2-0 fyrir KA sem fögnuðu Evrópusætinu vel að leik loknum með sínu stuðningsfólki og enda fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík sem ljúka keppni í þriðja sæti deildarinnar. Af hverju vann KA? Eftir fyrsta markið var í raun aldrei spurning hvor meginn sigurinn myndi enda. KA menn voru mun líflegri í leiknum að undanskildu fyrstu 10-15 mínútunum. Rauða spjaldið hafði heilmikil áhrif á leikinn og virtust gestirnir ekki hafa kraft til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir. Hverjar stóðu upp úr? Það er hægt að telja til mjög marga úr KA liðinu þar sem þeir voru sterkari en Valur á nánast öllum sviðum en ef það á að telja einhverja til þá var Hallgrímur Mar frábær í leiknum, skorar tvö mörk og var duglegur inn á vellinum. Hrannar Mar átti sömuleiðis glimrandi leik og átti ófáar fyrirgjafirnir, átti meðal annars stoðsendinguna á bróðir sinn í öðru markinu. Jakob Snær, Elfar Árni og Rodrigo voru allir öflugir. Hvað gekk illa? Það gekk frekar fátt upp hjá Val eftir fyrsta markið og rauða spjaldið þrátt fyrir góða byrjun, uppspil og að skapa færi gekk illa. Hvað gerist næst? Það gerist bara ekkert næst nema leikmenn komast í langþráð og mikilvægt frí. Ólafur Jó: Þarf að fara að vinna í sjálfum mér Ólafur Jóhannesson mun ekki þjálfa Val áfram.Vísir/Hulda Margrét „Það er fúlt að tapa þessu, þetta var þokkalega jafn leikur í upphafi en við missum mann út af og þá var þetta orðið erfitt. Svo bæta þeir við öðru marki og þá fannst mér við í raun ekki eiga séns eftir það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2-0 á KA vellinum í dag. Lasse Petry Andersen fékk rautt spjald á 26. mínútu leiksins. „Mér sýnist boltinn fara fyrst í brjóstkassann á honum og auðvitað getur verið að í kjölfarið hafi boltinn runnið í hendina á honum en ég held að það sé ekki víti samkvæmt reglunni en ég get auðvitað ekki fullyrti það. Þetta var stór dómur og ég held að hann hafi verið rangur.“ Valur virtust aldrei líklegri til að koma til baka í síðari hálfleik. „Við áttum í raun ekki séns og þurftum bara að halda sjó í seinni hálfleik og reyna að komast þokkalega frá þessum leik. Það var það sem við reyndum að gera.“ Nú tekur Arnar Grétarsson við Val en það hefur verið vitað í töluverðan tíma. „Það var gaman að koma í Val aftur en nú er það búið og nú þarf ég bara að fara að vinna í sjálfum mér og meðan ég geri það að þá get ég ekki unnið aðra vinnu.“ Óli var ánægður með sinn tíma og sagðist ganga sáttur frá borði og það væri ekki á plani að fara að þjálfa annað lið. „Ég gegn mjög sáttur frá borði og nei ég er ekki að fara að taka við öðru liði, það er alveg full vinna og ég get það ekki akkúrat núna. Hallgrímur Mar: Okkur fannst það bara kjaftæði Nökkvi Þeyr Þórisson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frábærir í sumar.Vísir/Hulda Margrét „Það er bara geggjað að enda þetta tímabil á sigri, það er sjúkt veður og lokahóf í kvöld. Þannig maður getur ekki verið annað en léttur,“ sagði Hallgrímur Mar leikmaður KA eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Hallgrímur skoraði bæði mörk KA í leiknum. „Já ég hefði jafnvel geta sett fleiri, ég fékk allavega sénsa til þess. Það er bara fyrsta og fremst geggjað að ná öðru sætinu.“ Valur byrjaði leikinn betur en KA vann sig inn í leikinn eftir því sem leið á. „Við byrjuðum ekki nógu vel, þeir voru að teyma okkur úr stöðunum og mér fannst við ekki ná að klukka þá nógu mikið. Svo náum við að vinna okkur inn í leikinn og þeir fá þetta rauða spjald sem gerir auðvitað allt auðveldara að vera einum fleiri en sigurinn sanngjarn að lokum.“ Hallgrímur var eðlilega mjög sáttur við tímabilið en gat heldur ekki leynt ánægjunni með að vera komin í frí enda tímabilið búið að vera mjög langt. „Það er bara geggjað að klára þetta í öðru sæti en svo er líka bara geggjað að vera búin með þetta tímabil. Mér finnst full langt að spila þetta fram í október. Það er ekki nema ár síðan við byrjuðum að æfa en tímabilið sjálft geggjað og vera komnir í Evrópu er magnað.“ KA var ekki spáð mikilli velgengi fyrir mót en spár sögðu meðal annars 7, 8 og 9 sæti. „Var ég ekki meiddur? Var þetta þá ekki eðlileg spá?“, sagði Hallgrímur glottandi við spurningunni en bætti svo við: „Okkur fannst það auðvitað bara kjaftæði, við vissum alveg hvað væri í þessum hóp sem við sýndum svo bara á tímabilinu, hvergi betri staður til að svara því.“ KA verður með í Evrópukeppninni á næsta ári. „Við getum ekki beðið þótt það sé samt mjög gott að vera komnir í frí.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti