Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 11:01 Tom Brady gengur niðurlútur af velli eftir tapið á móti Baltimore Ravens í nótt. (AP/Jason Behnken Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022 NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjá meira
Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022
NFL Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjá meira