Anníe Mist og Björgvin Karl í sama sæti í leyndardómsfullu fyrstu grein Rogue Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru fulltrúa Íslands í mótinu í ár. Instagram/@rogueinvitational Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson enduðu bæði í sjöunda sætinu í fyrstu greininni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í Texas fylki í Bandaríkjunum. Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Þessi fyrsta grein mótsins var mjög sérstök. Hún bættist við skömmu fyrir mótið og mótið byrjaði því degi fyrr en áætlað var. Keppendur vissu ekkert um greinina þar til þau mættu á svæðið og þegar þau vissu loksins um hvernig greinin var þá vissu þau ekki hvar yrði hlaupið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þau voru bara sótt og keyrt með þau í algjör óvissuferð. Seinna kom í ljós að hlaupið var um Cypress Mill búgarðinn. Keppnin var ekki send út í beinni útsendingu og fór því fram í algjöri leynd því úrslitin bárust ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk. Þetta var víðavangshlaup á tíma þar sem keppendur hlupu 1,2 mílur í þyngingarvestum (13,5 kg hjá körlum og 9 kg hjá konum) og síðan tók við eins mílu hlaup. Eftir það áttu þau að lyfta þremur sandpokum og kasta þeim yfir öxlina (45,5 kg hjá körlum og 32 kg hjá konum) og enda síðan á tveggja mílu hlaupi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Keppendurnir hlupu því alls 4,2 mílur eða um 6,7 kílómetra. Anníe Mist kláraði þetta á 36 mínútum og tveimur sekúndum. Hún var aðeins þremur sekúndum frá sjötta sætinu sem Jacqueline Dahlström tók. Sigurvegarinn var Danielle Brandon sem kláraði á 34 mínútum og ellefu sekúndum og var 36 sekúndum á undan Bailey Rogers. Gabriela Migala sem var þriðja var einni mínútu á undan Anníe. Björgvin Karl kláraði þetta á 33 mínútum og fjórum sekúndum en hann var níu sekúndum frá sjötta sætinu sem Chandler Smith tók. Sigurvegarinn var Jayson Hopper sem kláraði á 31 mínútu og 27 sekúndum og var þrettán sekúndum á undan Jeffrey Adler. Ricky Garard varð þriðji á 32 mínútum og níu sekúndum en Roman Khrennikov tók síðan fjórða sætið. Þetta var eina greinin í gær en keppni heldur áfram í dag og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn.
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira