Haji vakti fyrst athygli árið 2014 þegar fjallað var um hann í Tehran Times en þá hafði hann ekki baðað sig í rúmlega hálfa öld. Hann var sagður borða dýrshræ sem hann fann á götum úti og reykja óhemjumikið. Samkvæmt umfjöllun Times trúði hann því að hreinlæti gerði hann veikan.
Þorpsbúar sem ræddu við Times sögðu hann hafa lent í áfalli í æsku sem olli því að hann neitaði að baða sig. Fyrir nokkrum mánuðum síðan náðu nágrannar Haji þó að sannfæra hann um að baða sig.
Greint er frá andláti Haji í fjölmiðlum í heimalandi hans en ekki kemur fram hver dánarorsökin er eða hvort hreinlæti hafi á endanum átt þátt í því að draga hann til dauða.