Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu komið í loftið Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 29. október 2022 13:11 Verk Tolla er fullt af táknrænum myndum. Aðsend Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu hófst í dag en uppboðið er haldið í samvinnu við Gallerí Fold og Vísi. Má þar finna verk eftir okkar fremsta listafólk sem gaf málverk til málefnisins ásamt hópi einstaklinga sem gaf verk úr einkasafni. Uppboðið fer fram á vef Gallerí Foldar en frá en áhugasamir geta einnig skoðað uppboðs verkin í sýningarrými Foldar á Rauðarárstíg. Góðgerðarkvöld fer fram þar þann 3. nóvember. Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið en yfir 700 konur leita þangað árlega í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Söfnunarþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. nóvember. Vísir hafði samband við Maddý hjá Gallerí Fold og Tolla, sem er meðal þeirra listamanna sem gáfu verk í ár. Góðgerðaruppboð „Það er mjög þarft að Kvennaathvarfið fái einhvers konar styrk þar sem það þarf að safna miklum peningum til að byggja nýtt Kvennaathvarf,“ segir Maddý og bætir við að þau reyni tvisvar á ári að vera með góðgerðaruppboð fyrir góðan málstað. „Nú erum við komin með um 80 verk og ferlið hefur gengið rosa vel. Þetta er opið á vefnum hjá okkur og við verðum með sérstakan viðburð fyrir uppboðið þriðja nóvember næstkomandi.“ Dýrasta verkið á uppboðinu er metið á 1,6 milljónir og er frá Arngunni Ýr. Samkennd og kærleikur Listamaðurinn Tolli segir að samkenndin og kærleikur með verkefninu hafi verið kveikjan að því að hann ákvað að taka þátt í verkefninu. Hann gaf málverk til söfnunarinnar sem hefur að geyma minni síðustu aldar af íslensku bændasamfélagi. Tolli Morthens er meðal listamanna sem gáfu verk fyrir vefuppboð Kvennaathvarfsins í ár.Aðsend Stöðugleiki og hverfulleiki „Í málverkinu er að finna arfleifð feðranna og mæðranna, forfeðra og formæðra. Það eru táknmyndir í þessu. Hrafnarnir sem eru sendiboðar milli manna og anda, sveitabýlið stendur fyrir tilvistina og svo er lífsins tréð. Litapallettan er eldur, sem er bæði skapandi og eyðandi. Verkið býr yfir melankólíu á fullu og það er tilfinningaríkt, þetta er bæði mynd um stöðugleika og hverfulleika.“ Hann segir mikilvæg öfl í grasrótarstarfsemi Kvennaathvarfsins. „Það er gott að nýta öll tækifæri til að setja ljós í eitthvað fallegt og mikilvægt og sýna það í uppbyggilegu ljósi.“ Listamennirnir eru sem áður segir hátt í 80 talsins í ár en ásamt Tolla má sem dæmi nefna Árna Má Erlingsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristínu Dóru Ólafsdóttur, Jón Sæmund (Nonna í DEAD), Sigurð Sævar, Kristjönu S. Williams og Ragnar Kjartansson ásamt ýmsum fleirum. Hér er hlekkur á Listaverkauppboðið sem er hluti af landsátakinu Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunin nær hámarki með söfnunarþætti sem sýndur verður á Stöð 2 fimmtudaginn 10. nóvember. Myndlist Menning Mannréttindi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Uppboðið fer fram á vef Gallerí Foldar en frá en áhugasamir geta einnig skoðað uppboðs verkin í sýningarrými Foldar á Rauðarárstíg. Góðgerðarkvöld fer fram þar þann 3. nóvember. Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið en yfir 700 konur leita þangað árlega í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Söfnunarþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. nóvember. Vísir hafði samband við Maddý hjá Gallerí Fold og Tolla, sem er meðal þeirra listamanna sem gáfu verk í ár. Góðgerðaruppboð „Það er mjög þarft að Kvennaathvarfið fái einhvers konar styrk þar sem það þarf að safna miklum peningum til að byggja nýtt Kvennaathvarf,“ segir Maddý og bætir við að þau reyni tvisvar á ári að vera með góðgerðaruppboð fyrir góðan málstað. „Nú erum við komin með um 80 verk og ferlið hefur gengið rosa vel. Þetta er opið á vefnum hjá okkur og við verðum með sérstakan viðburð fyrir uppboðið þriðja nóvember næstkomandi.“ Dýrasta verkið á uppboðinu er metið á 1,6 milljónir og er frá Arngunni Ýr. Samkennd og kærleikur Listamaðurinn Tolli segir að samkenndin og kærleikur með verkefninu hafi verið kveikjan að því að hann ákvað að taka þátt í verkefninu. Hann gaf málverk til söfnunarinnar sem hefur að geyma minni síðustu aldar af íslensku bændasamfélagi. Tolli Morthens er meðal listamanna sem gáfu verk fyrir vefuppboð Kvennaathvarfsins í ár.Aðsend Stöðugleiki og hverfulleiki „Í málverkinu er að finna arfleifð feðranna og mæðranna, forfeðra og formæðra. Það eru táknmyndir í þessu. Hrafnarnir sem eru sendiboðar milli manna og anda, sveitabýlið stendur fyrir tilvistina og svo er lífsins tréð. Litapallettan er eldur, sem er bæði skapandi og eyðandi. Verkið býr yfir melankólíu á fullu og það er tilfinningaríkt, þetta er bæði mynd um stöðugleika og hverfulleika.“ Hann segir mikilvæg öfl í grasrótarstarfsemi Kvennaathvarfsins. „Það er gott að nýta öll tækifæri til að setja ljós í eitthvað fallegt og mikilvægt og sýna það í uppbyggilegu ljósi.“ Listamennirnir eru sem áður segir hátt í 80 talsins í ár en ásamt Tolla má sem dæmi nefna Árna Má Erlingsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristínu Dóru Ólafsdóttur, Jón Sæmund (Nonna í DEAD), Sigurð Sævar, Kristjönu S. Williams og Ragnar Kjartansson ásamt ýmsum fleirum. Hér er hlekkur á Listaverkauppboðið sem er hluti af landsátakinu Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunin nær hámarki með söfnunarþætti sem sýndur verður á Stöð 2 fimmtudaginn 10. nóvember.
Myndlist Menning Mannréttindi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. 16. október 2022 10:01