Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. október 2022 19:10 Wesley So sigraði heimsmeistarann Magnus Carlsen í Fischer-skák árið 2019. Stöð 2 Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46