Umfjöllun: Víkingur - KR 2-2 | Allt jafnt í Víkinni Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 21:06 EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Víkingur og KR skildu jöfn 2-2 þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Það var Kristján Flóki Finnbogason sem kom KR yfir eftir stundarfjórðungs leik en hann potaði boltanum í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Grétari Snæ Gunnarssyni. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Víkingar meira með boltann án þess að skapa sér opin marktækifæri. KR-ingar voru í raun skeinuhættari þegar þeir sóttu hratt upp völlinn. Kristján Flóki Finnbogason sem var að spila sinn annan leik í byrjunarliði í deildinni á þessari leiktíð eftir að hafa fótbrotnað í aðdraganda mótsins var tekinn af velli í hálfleik og Sigurður Bjartur Hallsson leysti hann að hólmi í framlínu KR-liðsins. Víkingar komu sterkir inn í seinni háflleikinn og jöfnuðu metin í upphafi hans. Ari Sigurpálsson komst þá upp að endamörkum og sendi boltann fyrir og Finnur Tómas Pálmason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Finnur Tómas þurfti svo að fara af velli skömmu síðar og Þorsteinn Már Ragnarsson kom inn í hægri bakvörðinn og Kennie Chopart færði sig inn í hjarta varnarinnar. Það var svo Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, sem náði forystunni fyrir lið sitt með stórglæsilegu marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Júlíus fékk boltann frá Ara og þrumaði honum í þverslána og inn. Atli Sigurjónsson tryggði KR-ingum svo stig með marki sínum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Theódór Elmar Bjarnason lagði boltann þá á Atla sem skaut í Halldór Smára Sigurðsson og þaðan í stöngina og inn. Atli var þarna að skora sitt áttunda mark í deildinni á leiktíðinni en það persónulegt met hjá honum. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Vilhelm Arnar Bergmann: Vorum flatir framan af leik „Við vorum frekar daufir í fyrri hálfleik og náðum ekki að skapa nein færi. Mér fannst leikmenn meira vera meira að hugsa um að eyða sem minnstri orku og meiðast ekki en að spila almennilegan bolta. Það vantaði alla ákefð og við fórum yfir það í hálfleik," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings að leik loknum. „Þetta var skárra í seinni hálfleik og ég er bara sáttur við að fá þetta stig. Við viljum enda í öðru sæti og klára mótið almennilega. Við erum að skora mest í deildinni sem er ánægjuefni og við skoruðum tvö fín mörk í þessum leik. Markið hjá Júlíusi var glæsilegt og það var gaman að sjá það.," sagði hann enn fremur. Af hverju skildu liðin jöfn? Liðin áttu sína spretti í þessum leik og fengu álíka mörg færi til þess að tryggja sér sigurinn. Víkingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en KR-ingar fengu hættulegri færi. Seinni háflleikurinn var svo kaflaskiptur þar sem Víkingur byrjaði betur og KR vann sig svo inn í leikinn. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa að skapa sér færi framan af leik og enn og aftur er liðið að leka inn mörkum. Finnur Tómas hefði getað gert betur þegar hann setti boltann í eigið net. Hverjir sköruðu fram úr? Ari Sigurpálsson heldur áfram að spila vel en hann lagði upp bæði mörk Víkings í leiknum. Júlíus Magnússon átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu og kórónaði leik sinn með glæsilegu marki. Atli Sigurjónsson og Stefán Árni Geirsson voru öflugir á köntunum hjá KR og Theódór Elmar Bjarnson var góður inni á miðjunni. Hvað gerist næst? Víkingur sækir nýkrýnda Íslandsmeistara, Breiðablik, heim í lokuaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur en KR-ingar fá Stjörnuna í heimsókn sama dag. Pálmi Rafn Pálmason og Theódór Elmar Bjarnason verða í leikbanni í þeim leik. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR
Víkingur og KR skildu jöfn 2-2 þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Það var Kristján Flóki Finnbogason sem kom KR yfir eftir stundarfjórðungs leik en hann potaði boltanum í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Grétari Snæ Gunnarssyni. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Víkingar meira með boltann án þess að skapa sér opin marktækifæri. KR-ingar voru í raun skeinuhættari þegar þeir sóttu hratt upp völlinn. Kristján Flóki Finnbogason sem var að spila sinn annan leik í byrjunarliði í deildinni á þessari leiktíð eftir að hafa fótbrotnað í aðdraganda mótsins var tekinn af velli í hálfleik og Sigurður Bjartur Hallsson leysti hann að hólmi í framlínu KR-liðsins. Víkingar komu sterkir inn í seinni háflleikinn og jöfnuðu metin í upphafi hans. Ari Sigurpálsson komst þá upp að endamörkum og sendi boltann fyrir og Finnur Tómas Pálmason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Finnur Tómas þurfti svo að fara af velli skömmu síðar og Þorsteinn Már Ragnarsson kom inn í hægri bakvörðinn og Kennie Chopart færði sig inn í hjarta varnarinnar. Það var svo Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, sem náði forystunni fyrir lið sitt með stórglæsilegu marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Júlíus fékk boltann frá Ara og þrumaði honum í þverslána og inn. Atli Sigurjónsson tryggði KR-ingum svo stig með marki sínum þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Theódór Elmar Bjarnason lagði boltann þá á Atla sem skaut í Halldór Smára Sigurðsson og þaðan í stöngina og inn. Atli var þarna að skora sitt áttunda mark í deildinni á leiktíðinni en það persónulegt met hjá honum. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Vilhelm Arnar Bergmann: Vorum flatir framan af leik „Við vorum frekar daufir í fyrri hálfleik og náðum ekki að skapa nein færi. Mér fannst leikmenn meira vera meira að hugsa um að eyða sem minnstri orku og meiðast ekki en að spila almennilegan bolta. Það vantaði alla ákefð og við fórum yfir það í hálfleik," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings að leik loknum. „Þetta var skárra í seinni hálfleik og ég er bara sáttur við að fá þetta stig. Við viljum enda í öðru sæti og klára mótið almennilega. Við erum að skora mest í deildinni sem er ánægjuefni og við skoruðum tvö fín mörk í þessum leik. Markið hjá Júlíusi var glæsilegt og það var gaman að sjá það.," sagði hann enn fremur. Af hverju skildu liðin jöfn? Liðin áttu sína spretti í þessum leik og fengu álíka mörg færi til þess að tryggja sér sigurinn. Víkingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en KR-ingar fengu hættulegri færi. Seinni háflleikurinn var svo kaflaskiptur þar sem Víkingur byrjaði betur og KR vann sig svo inn í leikinn. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa að skapa sér færi framan af leik og enn og aftur er liðið að leka inn mörkum. Finnur Tómas hefði getað gert betur þegar hann setti boltann í eigið net. Hverjir sköruðu fram úr? Ari Sigurpálsson heldur áfram að spila vel en hann lagði upp bæði mörk Víkings í leiknum. Júlíus Magnússon átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu og kórónaði leik sinn með glæsilegu marki. Atli Sigurjónsson og Stefán Árni Geirsson voru öflugir á köntunum hjá KR og Theódór Elmar Bjarnson var góður inni á miðjunni. Hvað gerist næst? Víkingur sækir nýkrýnda Íslandsmeistara, Breiðablik, heim í lokuaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur en KR-ingar fá Stjörnuna í heimsókn sama dag. Pálmi Rafn Pálmason og Theódór Elmar Bjarnason verða í leikbanni í þeim leik.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti