Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2022 09:22 Einn af stórlöxunum sem veiddust í Stóru Laxá í sumar Veiðin í Stóru Laxá var mjög góð í sumar og í kjölfar þess er ásókn mikil í leyfi í ánni fyrir veiðisumarið 2023. Nú er nýr leigutaki að byggja nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið og er reiknað með að það verði tekið í notkun seinni part sumars 2023. Veiðihúsið sem er í notkun í dag fékk engu að síður góða yfirhalningu og sama með veiðihúsið á efra svæðinu. Nú er búið að taka saman veiðitölur eftir svæðum og hyljum fyrir árið 2022. Alls veiddust 934 laxar, 40 urriðar og 4 bleikjur, alls 978 fiskar. Á neðra svæði veiddust 730 laxar, 37 urriðar og 4 bleikjur. Mest veiddist í Stekkjarnefi 163 laxar, Laxárholti 138, Bergsnös 115, Kálfhagahylur 100, Ófærustrengur 36, Kóngsbakki 20, Járnhylur 20, Flatistrengur 17, Heljarþröm 14, Neseyjaroddi 14, Sveinssker 10, Katlar 10 og minna í öðrum. 302 laxar voru yfir 70 cm og þar af tveir 100 cm, einn 101 cm og einn 102 cm. Á efra svæði veiddust 202 laxar og 3 urriðar. Mest veiddist í Hólmabreiðu 29, Klapparnef 24, Bláhyl 21, Flatarbúð 20, Heimahyljir 16, Dagmálahylur 16, Nálarhylur 9, Kambhylur 9, Ármót 8 og minna í öðrum. 142 laxar voru yfir 70 cm og þ.a. einn 100 cm. Samtals voru því 444 laxar 70 cm og stærri. Öllu var sleppt aftur. Stangveiði Mest lesið Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði
Nú er nýr leigutaki að byggja nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið og er reiknað með að það verði tekið í notkun seinni part sumars 2023. Veiðihúsið sem er í notkun í dag fékk engu að síður góða yfirhalningu og sama með veiðihúsið á efra svæðinu. Nú er búið að taka saman veiðitölur eftir svæðum og hyljum fyrir árið 2022. Alls veiddust 934 laxar, 40 urriðar og 4 bleikjur, alls 978 fiskar. Á neðra svæði veiddust 730 laxar, 37 urriðar og 4 bleikjur. Mest veiddist í Stekkjarnefi 163 laxar, Laxárholti 138, Bergsnös 115, Kálfhagahylur 100, Ófærustrengur 36, Kóngsbakki 20, Járnhylur 20, Flatistrengur 17, Heljarþröm 14, Neseyjaroddi 14, Sveinssker 10, Katlar 10 og minna í öðrum. 302 laxar voru yfir 70 cm og þar af tveir 100 cm, einn 101 cm og einn 102 cm. Á efra svæði veiddust 202 laxar og 3 urriðar. Mest veiddist í Hólmabreiðu 29, Klapparnef 24, Bláhyl 21, Flatarbúð 20, Heimahyljir 16, Dagmálahylur 16, Nálarhylur 9, Kambhylur 9, Ármót 8 og minna í öðrum. 142 laxar voru yfir 70 cm og þ.a. einn 100 cm. Samtals voru því 444 laxar 70 cm og stærri. Öllu var sleppt aftur.
Stangveiði Mest lesið Fínasta veiði í Apavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Óvænt truflun á veiðistað Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Tveir mánuðir í að veiðin byrji Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði