Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 22:40 Magnus Carlsen mætir hingað til lands til að keppa í Fischerskákmóti. Heimir Már ræddi við formann Skáksambandsins á sögufrægum slóðum. vísir/arnar Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum, Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum,
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sjá meira
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46