Man. United liðið miklu betra án Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:00 Cristiano Ronaldo hefur spilað mikið með Manchester United í Evrópudeildinni en fengið lítið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/MB Media Cristiano Ronaldo var hent út úr leikmannahópi Manchester United í gær eftir barnalega hegðun sína á sigurleiknum á móti Tottenham í vikunni. Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira