„Hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2022 08:00 Ómar Ingi Guðmundsson verður væntanlega yngsti þjálfarinn í Bestu deild karla á næsta tímabili. vísir/stöð 2 Ómar Ingi Guðmundsson fékk óvænt tækifæri til að þjálfa meistaraflokk karla hjá uppeldisfélaginu sínu, HK. Hann hefur þjálfað hjá félaginu í 22 ár og er enn með 6. flokk karla. Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla HK Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Ómar tók við HK í byrjun síðasta tímabils eftir að Brynjar Björn Gunnarsson var ráðinn þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Undir stjórn Ómars komust HK-ingar upp úr Lengjudeildinni og leika því í Bestu deildinni á næsta tímabili. „Þetta er ekki bara stórt verkefni fyrir ungan þjálfara heldur stærsta verkefni sem ég get séð fyrir mér að taka að mér,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Fyrst í stað var Ómar ráðinn til bráðabirgða en gengið var gott, hann hélt áfram með HK og nú er ljóst að hann verður áfram með liðið. „Eins og ég hef sagt áður og sagði í sumar hefði ég alltaf verið tilbúinn að vinna með öðrum manni eða aðstoða ef við hefðum séð hag félagsins best borgið þannig. En um leið og viðræður hófust á þann veg að ég myndi taka við liðinu var aldrei neinn vafi í mínum huga að taka slaginn,“ sagði Ómar. En hvar vill hann sjá HK vera í deild þeirra bestu? „Á endanum, þegar við horfum til lengri tíma, vil ég sjá okkur í efstu sætunum stöðugt. Við þurfum samt að byrja á því að koma okkur fyrir í deildinni og vera stöðugt Bestu deildarlið. Næsta sumar er fyrsta skrefið í því. Ég hef aldrei haft smekk fyrir því að sjá félagið mitt í fallbaráttu og stefni ekki að því að standa á hliðarlínunni í slíku næsta sumar,“ svaraði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá HK um aldamótin, þá á fermingaraldri, og leitun er að meiri félagsmanni. „Ég hef verið mjög lengi í félaginu. Fyrst sem lítill pjakkur að æfa fótbolta, svo sem ungur þjálfari og núna temmilega fullorðinn þjálfari. Ég er búinn að vera lengi hérna og líður mjög vel,“ sagði Ómar. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla HK Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira