Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg í kvöld oglék úti á hægri kanti. Hún var tekin af velli eftir um klukkutíma leik eftir að hafa lagt upp annað mark liðsins á 15. mínútu leiksins.
Ewa Pajor sá um markaskorun heimakvenna í Wolfsburg í fyrri hálfleik, en staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Lena Lattwein og Jill Roord bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Wolfsburg.
Sveindís og stöllur hennar tróna því á toppi B-riðils með þrjú stig eftir einn leik, en Slavia Prague og Roma mætast síðar í kvöld.