Þó líði ár og öld: biðin eftir nýrri stjórnarskrá Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. október 2022 15:58 Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Ekkert þeirra sem fóru og kusu þennan dag, 20. október 2012, hefði órað fyrir því að heilum áratug síðar ætti enn eftir að framfylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Tíu ára bið Markmiðið hefur verið skýrt öll þessi tíu ár: að breyta stjórnarskránni í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. En leiðin að því marki hefur verið allt annað en auðveld. Þar spilar margt inn í, en ekki síst hversu þunglamalegt ferlið við breytingar er samkvæmt gildandi stjórnarskrá – auk þess sem það er ólýðræðislegra en ferlið sem lagt var til af Stjórnlagaráði. Ferlið í dag er þannig að Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar, svo þarf að slíta þingi, boða til nýrra Alþingiskosninga og loks þarf hið nýkosna þing líka að samþykkja breytingarnar. Við erum farin að kannast ansi vel við gallana á þessu ferli – sem endurspeglast í því að frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 höfum við fjórum sinnum haldið til Alþingiskosninga án þess að breytingar hafi verið gerðar. Hvers vegna gerist ekkert? Einna helst eru þrjár meginástæður fyrir því að það virðist nær ómögulegt að koma breytingum á stjórnarskrá í gegn: Í fyrsta lagi færist meginþungi allrar umræðu um stjórnarskrárbreytingar í lok hvers kjörtímabils. Á þeim tímapunkti eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætta er á því að grundvallarbreytingar á stjórnarskrá hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er almenningi ekki tryggð nein bein aðkoma með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskrá. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára fram á það að núverandi fyrirkomulag leiðir til þráteflis innan Alþingis þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði, þá hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskrá frá því að mannréttindakafla var bætt við 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999. Hættum að taka viljann fyrir verkið Alþingi var engu að síður falið það verkefni af þjóðinni að leiða í lög hina nýju stjórnarskrá. Þótt núgildandi stjórnarskrá sé ófullkomin að þessu leyti þá mætti samt ætla að hér væri um að ræða verkefni sem þing 63 þjóðkjörinna fulltrúa réði auðveldlega við að leysa, en raunin er því miður farin að sýna annað. Stjórnlagaráð skildi vel gallana við núverandi fyrirkomulag. Í greinargerð með frumvarpi stjórnlagaráðs var fjallað um þann ríka vilja sem stóð til þess að stjórnarskrárbreytingar yrðu afgreiddar með þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki með þingrofi og samhliða almennum kosningum eins og raunin er nú. Ef Alþingi hefði lokið vinnu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs og samþykkt nýja stjórnarskrá á grundvelli þess þá byggjum við núna við þann veruleika að breytingar á stjórnarskrá yrðu á valdi og forsendum almennings frekar en þingmanna, sem hafa því miður ekki staðist prófið þegar kemur að árangri í breytingum á stjórnarskrá. Færum völdin í hendur fólksins Þeir flokkar sem setið hafa við völd frá árinu 2013 hafa ýmist sýnt verkefninu einbeitt afskiptaleysi eins og í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eða sett af stað einhvers konar sýndarvinnu sem engu skilar og brotlendir svo að lokum án nokkurs stuðnings samstarfsflokka, eins og frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá frá árinu 2021 bar vitni um. Undir lok síðasta kjörtímabils horfðum við upp á heilt kjörtímabil lenda í vaskinum hvað varðar stjórnarskrárbreytingar. Var það þá þrautalending nokkurra stjórnarandstöðuflokka að leggja til að sérstakt breytingarákvæði á stjórnarskrá yrði afgreitt á þingstubbi stuttu fyrir komandi kosningarnar. Þannig hefði mátt losa okkur við ókosti gildandi breytingarákvæðis. Tillagan, sem lögð var fram af fulltrúum Pírata, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar hefði gert okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs, með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar samþykkis frá Alþingi. Meirihluti Alþingis var hins vegar ekki tilbúinn að fallast á neitt slíkt. Haldið var til kosninga og núverandi stjórnarflokkar endurnýjuðu heitin, og enn og aftur var nýja stjórnarskráin látin mæta afgangi. Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn nái saman um raunverulegar breytingar á stjórnarskrá. Ef fyrri vinna þessara sömu flokka við valdastólana er eitthvað til að byggja á, má í besta falli vænta einhvers málamyndagjörnings sem verður aldrei raunverulega ætlað að ná fram að ganga. Það að vinnan muni raunverulega byggja á tillögum stjórnlagaráðs er því miður borin von, ef litið er til fyrri tilrauna. Þess vegna hafa þingflokkar Pírata og Samfylkingar lagt fram frumvarp um að breytingarákvæði stjórnarskrárinnar verði lagfært, sem orðið gæti fyrsta skrefið í átt að stærri skrefum. Samþykkt frumvarpsins myndi gera okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs og undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnarskrá Píratar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Ekkert þeirra sem fóru og kusu þennan dag, 20. október 2012, hefði órað fyrir því að heilum áratug síðar ætti enn eftir að framfylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Tíu ára bið Markmiðið hefur verið skýrt öll þessi tíu ár: að breyta stjórnarskránni í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. En leiðin að því marki hefur verið allt annað en auðveld. Þar spilar margt inn í, en ekki síst hversu þunglamalegt ferlið við breytingar er samkvæmt gildandi stjórnarskrá – auk þess sem það er ólýðræðislegra en ferlið sem lagt var til af Stjórnlagaráði. Ferlið í dag er þannig að Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar, svo þarf að slíta þingi, boða til nýrra Alþingiskosninga og loks þarf hið nýkosna þing líka að samþykkja breytingarnar. Við erum farin að kannast ansi vel við gallana á þessu ferli – sem endurspeglast í því að frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 höfum við fjórum sinnum haldið til Alþingiskosninga án þess að breytingar hafi verið gerðar. Hvers vegna gerist ekkert? Einna helst eru þrjár meginástæður fyrir því að það virðist nær ómögulegt að koma breytingum á stjórnarskrá í gegn: Í fyrsta lagi færist meginþungi allrar umræðu um stjórnarskrárbreytingar í lok hvers kjörtímabils. Á þeim tímapunkti eru störf þingsins gjarnan tekin að þyngjast og hætta er á því að grundvallarbreytingar á stjórnarskrá hljóti ekki þá athygli sem þeim ber. Í öðru lagi er almenningi ekki tryggð nein bein aðkoma með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að með núverandi fyrirkomulagi sé kosið um stjórnarskrárbreytingar samhliða almennum þingkosningum, en reynslan hefur verið sú að kosningar sem haldnar eru í kjölfar slíks þingrofs snúist ekki um inntak breytinga á stjórnarskrá. Í þriðja lagi sýnir reynsla undanfarinna ára fram á það að núverandi fyrirkomulag leiðir til þráteflis innan Alþingis þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Hvort sem um er að ræða stærri eða smærri atriði, þá hefur þinginu ekki auðnast að gera varanlegar breytingar á stjórnarskrá frá því að mannréttindakafla var bætt við 1995 og kjördæmamörkum breytt árið 1999. Hættum að taka viljann fyrir verkið Alþingi var engu að síður falið það verkefni af þjóðinni að leiða í lög hina nýju stjórnarskrá. Þótt núgildandi stjórnarskrá sé ófullkomin að þessu leyti þá mætti samt ætla að hér væri um að ræða verkefni sem þing 63 þjóðkjörinna fulltrúa réði auðveldlega við að leysa, en raunin er því miður farin að sýna annað. Stjórnlagaráð skildi vel gallana við núverandi fyrirkomulag. Í greinargerð með frumvarpi stjórnlagaráðs var fjallað um þann ríka vilja sem stóð til þess að stjórnarskrárbreytingar yrðu afgreiddar með þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki með þingrofi og samhliða almennum kosningum eins og raunin er nú. Ef Alþingi hefði lokið vinnu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs og samþykkt nýja stjórnarskrá á grundvelli þess þá byggjum við núna við þann veruleika að breytingar á stjórnarskrá yrðu á valdi og forsendum almennings frekar en þingmanna, sem hafa því miður ekki staðist prófið þegar kemur að árangri í breytingum á stjórnarskrá. Færum völdin í hendur fólksins Þeir flokkar sem setið hafa við völd frá árinu 2013 hafa ýmist sýnt verkefninu einbeitt afskiptaleysi eins og í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eða sett af stað einhvers konar sýndarvinnu sem engu skilar og brotlendir svo að lokum án nokkurs stuðnings samstarfsflokka, eins og frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskrá frá árinu 2021 bar vitni um. Undir lok síðasta kjörtímabils horfðum við upp á heilt kjörtímabil lenda í vaskinum hvað varðar stjórnarskrárbreytingar. Var það þá þrautalending nokkurra stjórnarandstöðuflokka að leggja til að sérstakt breytingarákvæði á stjórnarskrá yrði afgreitt á þingstubbi stuttu fyrir komandi kosningarnar. Þannig hefði mátt losa okkur við ókosti gildandi breytingarákvæðis. Tillagan, sem lögð var fram af fulltrúum Pírata, Flokks fólksins og Samfylkingarinnar hefði gert okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs, með því að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar samþykkis frá Alþingi. Meirihluti Alþingis var hins vegar ekki tilbúinn að fallast á neitt slíkt. Haldið var til kosninga og núverandi stjórnarflokkar endurnýjuðu heitin, og enn og aftur var nýja stjórnarskráin látin mæta afgangi. Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn nái saman um raunverulegar breytingar á stjórnarskrá. Ef fyrri vinna þessara sömu flokka við valdastólana er eitthvað til að byggja á, má í besta falli vænta einhvers málamyndagjörnings sem verður aldrei raunverulega ætlað að ná fram að ganga. Það að vinnan muni raunverulega byggja á tillögum stjórnlagaráðs er því miður borin von, ef litið er til fyrri tilrauna. Þess vegna hafa þingflokkar Pírata og Samfylkingar lagt fram frumvarp um að breytingarákvæði stjórnarskrárinnar verði lagfært, sem orðið gæti fyrsta skrefið í átt að stærri skrefum. Samþykkt frumvarpsins myndi gera okkur kleift að breyta stjórnarskránni án þingrofs og undirstrika vald þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar