Listaverk sem fagna nýju lífi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Kristín Morthens opnaði sýninguna Að snerta uppsprettu síðastliðna helgi. Anna Kristín Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Á sýningunni er áhorfandinn tekinn inn í óræðan heim þar sem samspil og samruni mjúkra forma, lita og litbrigða ráða ríkjum. Verkin fagna nýju lífi, þoku, snertingu, jörð og líkama, en Kristín vann verkin út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu.“ View this post on Instagram A post shared by Kristi n Morthens (@kristinmorthens) Í verkum Kristínar birtast fyrirbæri sem er líst sem einhvers konar líkamlegum verum með sín eigin lögmál og fyrirheit. „Þau teygja sig og beygja, grípa, fljóta um og eigast við. Tveir pólar mætast og sameinast í eina rás á meðan tíminn stendur í stað. Við sjáum augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar. Það sem einu sinni var er nú annað, það sem er í dag var ekki hér áður.“ Anna Kristín Sýningin stendur til 6. desember næstkomandi. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni: Verk Kristínar sýna augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar.Anna Kristín Anna Kristín Sýningin er í NORR11.Anna Kristín Kristín Morthens.Anna Kristín Myndlist Menning Tengdar fréttir Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31 „Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. 24. maí 2022 12:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Á sýningunni er áhorfandinn tekinn inn í óræðan heim þar sem samspil og samruni mjúkra forma, lita og litbrigða ráða ríkjum. Verkin fagna nýju lífi, þoku, snertingu, jörð og líkama, en Kristín vann verkin út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu.“ View this post on Instagram A post shared by Kristi n Morthens (@kristinmorthens) Í verkum Kristínar birtast fyrirbæri sem er líst sem einhvers konar líkamlegum verum með sín eigin lögmál og fyrirheit. „Þau teygja sig og beygja, grípa, fljóta um og eigast við. Tveir pólar mætast og sameinast í eina rás á meðan tíminn stendur í stað. Við sjáum augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar. Það sem einu sinni var er nú annað, það sem er í dag var ekki hér áður.“ Anna Kristín Sýningin stendur til 6. desember næstkomandi. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni: Verk Kristínar sýna augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar.Anna Kristín Anna Kristín Sýningin er í NORR11.Anna Kristín Kristín Morthens.Anna Kristín
Myndlist Menning Tengdar fréttir Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31 „Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. 24. maí 2022 12:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31
„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. 24. maí 2022 12:01