Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:04 Við árekstur jarðarinnar og annarrar frumreikistjörnu hefði efni spýst út í geim og myndaði tunglið á braut um jörðina samkvæmt hermun öflugs tölvulíkans. NASA Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot. Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot.
Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31