Hamingjuóskum rignir yfir pabba Miley Cyrus Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2022 15:01 Hamingjuóskum rignir yfir þau Billy Ray Cyrus og Firerose eftir að þau birtu þessa mynd á Instagram í gær. Instagram Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus virðist vera tilbúinn að festa ráð sitt með ungu söngkonunni Firerose, ef marka má nýja mynd sem parið birti á Instagram í gær. Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Parið hittist fyrst fyrir tíu árum síðan á tökustað Hannah Montana, þar sem Billy lék á móti dóttur sinni Miley Cyrus. Þá hefur Firerose sagt að hún hafi síðan þá álitið Billy sem lærifaðir og félaga. Á síðasta ári má segja að Firerose og Billy hafi endurnýjað kynnin fyrir alvöru þegar þau gáfu saman út lagið New Day. Það var þó ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem parið tilkynnti um ástarsamband sitt á Instagram. Sjá: Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Miklar getgátur hafa verið uppi um það hvort parið hafi trúlofað sig, eftir að sást glitta í demantshring á vinstri baugfingri Firerose fyrir um mánuði síðan. Það var svo í gær sem parið birti mynd af sér saman þar sem má segja að demantshringurinn hafi verið í aðalhlutverki. Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið í athugasemdum undir myndinni. Þau hafa þó hvorugt staðfest trúlofunina, en ein mynd segir oft meira en þúsund orð. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Firerose er frá Ástralíu og hefur skapað sér nafn sem söngkona á síðustu árum. Billy Ray er þekktur í kántrýheiminum en hann er þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Töluverður aldursmunur er á parinu, en Billy Ray er sextíu og eins árs gamall. Nákvæmur aldur Firerose er ókunnur en hún er talin vera á þrítugsaldri. Þess má geta að Miley Cyrus, dóttir Billy, verður þrítug á árinu. Billy var áður giftur Tish Cyrus. Tish sótti um skilnað í apríl á þessu ári eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Þá höfðu þau þó verið skilin að borði og sæng í tvö ár.
Hollywood Tengdar fréttir Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. 3. október 2022 18:30
Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30