Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Í listaverkinu standa þær Þorbjörg og Guðrún í Hólavallagarði en Þrándur segir frá gamalli hjátrú um að fyrsta manneskjan í kirkjugarðinum yrði vökukona sem tæki á móti þeim sem yrðu jarðaðir þar. Hólavallagarður hefur löngum verið Þrándi hugleikinn en hann hefur málað ýmis listaverk þaðan og íbúð hans er með útsýni yfir garðinn.
Þjóðsögur fá nýtt líf á striganum
Það gefur augaleið í verkum Þrándar að hann sækir gjarnan innblástur í bókmenntir.
„Ég er nú mjög bókelskur og hef gaman að bókum, ævintýrum og þjóðsögum. Ég finn það líka að fólk finnur tengingu við þetta og það er gaman að geta miðlað áfram einhverju eins og þjóðsögum sem fólk hefur tengingu við.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.