Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq
![Oculis vinnur að þróun þriggja nýrra lyfja sem eru komin á stig klínískra rannsóknar til meðhöndlunar á alvarlegum augnsjúkdómum þar sem nauðsynlegt er að bæta meðferðarúrræði.](https://www.visir.is/i/F3C6ABBAFF43E57D2DC3BED45EA9E624D125D93D55EC188A56F008159F572216_713x0.jpg)
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/E887E40BA66C87179ADB861F8280C0C3566788A6E8545A4F75E450410BFA78F4_308x200.jpg)
Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða
Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins.
![](https://www.visir.is/i/6746F8A39F127709583C10F1FFBFE8E023306D69AA37962B3C958BAA591190CE_308x200.jpg)
Leggja Oculis til 1,9 milljarða króna
Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston.