Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 10:30 Jrgen Klopp gefur Mohamed Salah fyrirmæli í leiknum á móti Manchester City. AP/Jon Super Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian. Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian.
Enski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti