5. umferð CS:GO lokið: Langir leikir og margar fellur Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. október 2022 13:00 Dusty enn á toppnum en Þórsarar komnir til baka. Leikir vikunnar LAVA 16 – 12 SAGA LAVA og SAGA mættust í Vertigo-kortinu þar sem LAVA náði forskotinu snemma í leiknum.Vel æfðar handsprengjur frá Stalz töfðu SAGA í sókninni og má segja að hann hafi verið allt í öllu í vörn LAVA. SAGA rókst að tengja saman nokkrar lotur þar sem ADHD sótti góðar opnanir og Zerq raðaði inn fellunum, en LAVA hélt þó ágætu forskoti inn í síðari hálfleik, 9–6. WZRD setti tóninn fyrir SAGA í síðari hálfleik með þrefaldri fellu í skammbyssulotunni og kom sér í 10–9 með fjórfaldri fellu frá DOM. LAVA var ekki með svörin þar til TripleG tók aldeilis við sér. Margfaldar fellur, skjót viðbrögð og öflugar lokanir voru einmitt það sem LAVA þurfti. Að lokum var það svo Goa7er sem innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu á síðustu stundu, TEN5ION 9 – 16 Breiðablik Það var háhýsastemning í loftinu á þriðjudaginn þar sem TEN5ION og Breiðablik mættust einni í Vertigo. Breiðablik byrjaði leikinn vel undir handleiðslu Furious, en Wnkr skapaði tækifæri fyrir TEN5ION að jafna með árasargjörnum tilraunum á B-svæðinu. Breiðablik var þó yfir 9–6 í hálfleik. Fjórföld fella frá Capping minnkaði munin í eitt stig fyrir TEN5ION en Breiðablik fjárfesti vel í vopnum í kjölfarið og vann bardaga sína örugglega í framhaldinu. Sókn TEN5ION var losaraleg og öruggur sigur Breiðabliks verðskuldaður. Ármann 17 – 19 NÚ Á fimmtudagskvöldið lá leið Ármanns og NÚ í Nuke-kortið þar sem NÚ lék eftir eindölfur en öruggu plani til að koma sprengjunni fyrir í fyrri hálfleik. Ármann náði sér þó til baka þegar Vargur tók stjórnina á rampinum og Ofvirkur fór um kortið með vappann á lofti. Staðan var 10–5 fyrir Ármanni í hálfleik en sóknarleikur liðsins reyndist ekki nægilega góður í þeim síðari. Bl1ck og Ravle áttu stóran þátt í endurkomu NÚ með þéttri vörn þar sem Bl1ck mætti leikmönnum Ármanns framarlega og af miklum krafti. Eftir venjulegan leiktíma voru liðin jöfn að stigum en NÚ hafði betur í framlengingu. Dusty 28 – 26 Fylkir Nuke er uppáhaldskort svo gott sem allra liðanna í Ljósleiðaradeildinni og þar mættust Dusty og Fylkir í lengsta og jafnasta leik tímabilsins. Detinate og StebbiC0C0 komu Dusty í góða stöðu með fjölmörgum fellum í fyrri hálfleik og þó Fylkir næði að krækja sér í stöku lotu komst liðið aldrei á skrið. Þetta snerist svo við í síðari hálfleik þar sem LeFluff fór hamförum á vappanum og Dusty voru blankir allan hálfleikinn. Það var líka LeFluff sem kom leiknum í framlengingu en þar sem liðunum reyndist erfitt að komast fram úr hvoru öðru þurfti fjórar slíkar til áður en sigur Dusty varð að lokum ljós. Þór 16 – 14 Viðstöðu Þór tapaði stórt fyrir NÚ í síðustu umferð og kaus því að halda sig á heimavellinum Ancient þegar liðið mætti Viðstöðu. Leikurinn var jafn en kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að tengja saman lotur. Óhætt er að segja að leikurinn hafi að miklu leyti snúist um Minidegreez, vappaleikmann Þórs. Viðstöðu gekk hvað best þegar Allee hafði betur gegn honum í vappaeinvígunum en Þór fór á kostum þegar Minidegreez var í stuði og hitti vel. Staðan Enn eru Dusty á toppnum enda hefur liðið ekki tapað leik. Með sigri sínum á Ármanni hefur NÚ náð öruggara forskoti á liðið og stillir sér upp við hlið Þórs. Ármann og LAVA eiga enn ágætis möguleika á að berjast á efri hluta töflunnar en SAGA og Breiðablik eru neðarlega á miðjunni. Liðum Viðstöðu og Fylkis hefur ekki tekist að ná sér í nema einn sigur og TEN5ION hefur ekki enn komist á blað. Næstu leikir Heil umferð verður leikin í dag og er dagskráin eftirfarandi: Breiðablik – NÚ, laugardaginn 15/10, klukkan 17:00. TEN5ION – Viðstöðu, laugardaginn 15/10, klukkan 18:00. Þór – Ármann, laugardaginn 15/10, klukkan 19:00. SAGA – Fylkir, laugardaginn 15/10, klukkan 20:00. Dusty – LAVA, laugardaginn 15/10, klukkan 21:00. Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Breiðablik Ármann Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 Tilþrifin: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 12. október 2022 10:46 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01 4. umferð CS:GO lokið: Stórir sigrar og óvænt tap Eftir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er Dusty eina liðið með fullt hús stiga. 8. október 2022 13:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar LAVA 16 – 12 SAGA LAVA og SAGA mættust í Vertigo-kortinu þar sem LAVA náði forskotinu snemma í leiknum.Vel æfðar handsprengjur frá Stalz töfðu SAGA í sókninni og má segja að hann hafi verið allt í öllu í vörn LAVA. SAGA rókst að tengja saman nokkrar lotur þar sem ADHD sótti góðar opnanir og Zerq raðaði inn fellunum, en LAVA hélt þó ágætu forskoti inn í síðari hálfleik, 9–6. WZRD setti tóninn fyrir SAGA í síðari hálfleik með þrefaldri fellu í skammbyssulotunni og kom sér í 10–9 með fjórfaldri fellu frá DOM. LAVA var ekki með svörin þar til TripleG tók aldeilis við sér. Margfaldar fellur, skjót viðbrögð og öflugar lokanir voru einmitt það sem LAVA þurfti. Að lokum var það svo Goa7er sem innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu á síðustu stundu, TEN5ION 9 – 16 Breiðablik Það var háhýsastemning í loftinu á þriðjudaginn þar sem TEN5ION og Breiðablik mættust einni í Vertigo. Breiðablik byrjaði leikinn vel undir handleiðslu Furious, en Wnkr skapaði tækifæri fyrir TEN5ION að jafna með árasargjörnum tilraunum á B-svæðinu. Breiðablik var þó yfir 9–6 í hálfleik. Fjórföld fella frá Capping minnkaði munin í eitt stig fyrir TEN5ION en Breiðablik fjárfesti vel í vopnum í kjölfarið og vann bardaga sína örugglega í framhaldinu. Sókn TEN5ION var losaraleg og öruggur sigur Breiðabliks verðskuldaður. Ármann 17 – 19 NÚ Á fimmtudagskvöldið lá leið Ármanns og NÚ í Nuke-kortið þar sem NÚ lék eftir eindölfur en öruggu plani til að koma sprengjunni fyrir í fyrri hálfleik. Ármann náði sér þó til baka þegar Vargur tók stjórnina á rampinum og Ofvirkur fór um kortið með vappann á lofti. Staðan var 10–5 fyrir Ármanni í hálfleik en sóknarleikur liðsins reyndist ekki nægilega góður í þeim síðari. Bl1ck og Ravle áttu stóran þátt í endurkomu NÚ með þéttri vörn þar sem Bl1ck mætti leikmönnum Ármanns framarlega og af miklum krafti. Eftir venjulegan leiktíma voru liðin jöfn að stigum en NÚ hafði betur í framlengingu. Dusty 28 – 26 Fylkir Nuke er uppáhaldskort svo gott sem allra liðanna í Ljósleiðaradeildinni og þar mættust Dusty og Fylkir í lengsta og jafnasta leik tímabilsins. Detinate og StebbiC0C0 komu Dusty í góða stöðu með fjölmörgum fellum í fyrri hálfleik og þó Fylkir næði að krækja sér í stöku lotu komst liðið aldrei á skrið. Þetta snerist svo við í síðari hálfleik þar sem LeFluff fór hamförum á vappanum og Dusty voru blankir allan hálfleikinn. Það var líka LeFluff sem kom leiknum í framlengingu en þar sem liðunum reyndist erfitt að komast fram úr hvoru öðru þurfti fjórar slíkar til áður en sigur Dusty varð að lokum ljós. Þór 16 – 14 Viðstöðu Þór tapaði stórt fyrir NÚ í síðustu umferð og kaus því að halda sig á heimavellinum Ancient þegar liðið mætti Viðstöðu. Leikurinn var jafn en kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að tengja saman lotur. Óhætt er að segja að leikurinn hafi að miklu leyti snúist um Minidegreez, vappaleikmann Þórs. Viðstöðu gekk hvað best þegar Allee hafði betur gegn honum í vappaeinvígunum en Þór fór á kostum þegar Minidegreez var í stuði og hitti vel. Staðan Enn eru Dusty á toppnum enda hefur liðið ekki tapað leik. Með sigri sínum á Ármanni hefur NÚ náð öruggara forskoti á liðið og stillir sér upp við hlið Þórs. Ármann og LAVA eiga enn ágætis möguleika á að berjast á efri hluta töflunnar en SAGA og Breiðablik eru neðarlega á miðjunni. Liðum Viðstöðu og Fylkis hefur ekki tekist að ná sér í nema einn sigur og TEN5ION hefur ekki enn komist á blað. Næstu leikir Heil umferð verður leikin í dag og er dagskráin eftirfarandi: Breiðablik – NÚ, laugardaginn 15/10, klukkan 17:00. TEN5ION – Viðstöðu, laugardaginn 15/10, klukkan 18:00. Þór – Ármann, laugardaginn 15/10, klukkan 19:00. SAGA – Fylkir, laugardaginn 15/10, klukkan 20:00. Dusty – LAVA, laugardaginn 15/10, klukkan 21:00. Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Breiðablik Ármann Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46 Tilþrifin: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 12. október 2022 10:46 Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01 4. umferð CS:GO lokið: Stórir sigrar og óvænt tap Eftir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er Dusty eina liðið með fullt hús stiga. 8. október 2022 13:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46
Tilþrifin: LeFluff tekur út þrjá í framlengingu gegn meisturunum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það LeFluff í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 14. október 2022 10:46
Tilþrifin: Tight birtist úr myrkrinu og tekur út þrjá Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Tight í liði Ten5ion sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 12. október 2022 10:46
Th0rsteinnF: Kynntist CS í gegnum StebbaC0C0 Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 11. október 2022 13:01
4. umferð CS:GO lokið: Stórir sigrar og óvænt tap Eftir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er Dusty eina liðið með fullt hús stiga. 8. október 2022 13:00