Viðvaranirnar taka gildi á morgun laugardag, og gilda fram á sunnudag.
Gular viðvaranir:
Vestfirðir: Hvöss norðanátt með ofankomu.
- 15. okt. kl. 11 til 16. okt. kl 12. Norðan og norðaustan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.
Strandir og Norðurland vestra: Hvöss norðanátt með ofankomu
- 15. okt. kl. 13 til 16. okt. kl. 14. Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.
Norðurland eystra: Allhvöss norðanátt með ofankomu
- 15. okt. kl. 18 til 16. okt. kl. 14. Norðan 13-18 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.