Umfjöllun og viðtöl: Höttur-Njarðvík 86-91 | Gestirnir sterkari á lokasprettinum Gunnar Gunnarsson skrifar 13. október 2022 21:10 Dedrick Basile skoraði 29 stig í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík landaði sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á leiktíðinni í kvöld þegar liðið lagði Höttur 86-91 á Egilsstöðum. Gestirnir sigu fram úr á lokasprettinum. Njarðvík yfirspilaði Hött í fyrsta leikhluta, hitti vel og spilaði góða vörn sem ýtti Hattarmönnum út úr sínum sóknaraðgerðum. Þessi vörn skilaði líka hraðaupphlaupum og þar með auðveldum stigum. Mest varð forustan 17 stig, 11-28 þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Höttur barðist til baka og saxaði smátt og smátt á forskotið. Skotnýting Njarðvíkinga, sem hafði verið góð, féll úr 66% í 46% í öðrum leikhluta. Við það jafnaðist leikurinn og í hálfleik var nokkuð jafnt í flestri tölfræði, þar með talið stigunum, 39-41. Höttur komst svo yfir í fyrstu sókn með fyrstu körfu þriðja leikhluta. Tim Guers, sem lítið náði að sína í fyrsta leikhluta, setti niður þriggja stiga körfu langt fyrir utan línuna. Í gegnum leikhlutann sveiflaðist forustan milli liðanna, uns hún var 63-62 eftir þriðja leikhluta. Njarðvík komst í 69-76 eftir tvær þriggja stiga körfur frá Maciek Baginski eftir þriggja mínútna leik í fjórða leikhluta. Höttur svaraði með góðum kafla og var 80-76 yfir tveimur mínútum síðar. Þá kom fimm stiga sveifla þannig Njarðvík komst yfir 80-81 en næsta karfa á eftir var þriggja stiga frá Guers. En gestirnir reyndust sterkari á lokasprettinum, einkum Dedrick Basile. Hann keyrði ákveðið á Hattarvörnina, tókst að fá fimmtu villuna á Obie Trotter, sem hafði gætt hans allan leikinn og endaði með 28 stig. Af hverju vann Njarðvík? Lítið skildi liðin að fyrir rest og jafnt á flestum tölfræðiþáttum, til dæmis tóku bæði lið 36 fráköst og voru með 40% nýtingu úr þriggja stiga skotum. Höttur fékk 28 villur dæmdar á sig en Njarðvík 18. Bæði fór það í skapið á Hattarmönnum sem töldu harðar tekið á sér en gestunum og náðu sér stundum í tæknivillur í ofanálag en þegar á leið voru villurnar farnar að síga í. Á lokametrunum fór Trotter sem fyrr segir út af og Njarðvík var snemma komið í bónus í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Basile var stigahæstur í leiknum með 29 stig, auk þess að senda níu stoðsendingar. Hann dró vagninn fyrir gestina í restina í sókninni. Hjá Hetti leiddi Nemanja Knezevic sóknina í byrjun auk þess að eiga reglulega mikilvæg augnablik. Hann skoraði 11 stig, tók 10 fráköst og sendi átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði sína slæmu kafla. Augljósi kaflinn hjá Hetti var í fyrsta leikhluta þegar allt hrökk í baklaus og liðið gat ómögulega skorað meðan allt gekk upp hjá Njarðvík. Það skapaði brekku en síðan lenti Njarðvík í álíka þurrð meðan Höttur vann á. Hvað næst? 32-liða úrslit bikarsins. Höttur tekur á móti Þór Þorlákshöfn á sunnudag en Njarðvík mætir nágrönnum sínum í Þrótti Vogum. Gott að vinna þótt við séum ekki langt á veg komnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst ánægður með að hafa náð að landa sigri í jöfnun leik. Hann viðurkenndi að hans lið væri enn töluvert frá sínu besta og hann væri undrandi á að það væri ekki komið lengra eftir undirbúningstímabilið. Hann nýtti tækifærið eftir leik til að hrósa Hattarliðinu. „Þetta var hörkuleikur, tvö lið sem tóku hvort á öðru. Það var alls konar skák í gangi hér og þar. Því er ég ánægður með að hafa komið hingað og klárað leikinn. Hattarliðið er mjög líkamlega sterkt og í því margir erfiðir leikmenn að eiga við. Síðan voru þeir með þriggja stiga skot í öllum regnbogans litum á köflum. Það er gott jafnvægi í því og virðist góður andi. Þetta er besta Hattarlið sem ég hef séð.“ Höttur var 83-81 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum en Njarðvík átti þá meira inni. „Það voru áhlaup fram og til baka í leiknum. Við vorum sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir og ég hélt við myndum klára leikinn en þá skora þeir 11 stig gegn engu meðan við klikkum á vítum og lay-up-um. Svona var þetta fram og til baka en svo datt leikurinn fyrir okkur og ég er virkilega ánægður með að við höfum náð að harka hann.“ Njarðvík tapaði, nokkuð óvænt, fyrir ÍR í fyrstu umferðinni. Í gær valdi liðið að láta bakvörðinn Philip Jalalpoor fara. „Aðalmálið er að vinna í október þótt við séum ekki langt á veg komnir. Ég hélt við ættum ekki þetta langt í land en síðan kemur í ljós í upphafi móts að æfingaleikir eru ekki það sama og alvöru leikir. Við vorum slegnir aðeins utanundir, ekki endilega því við töpuðum heldur að við værum ekki komnir lengra sem liðsheild. Það kemur með tíð og tíma, þetta snýst ekki um að vera bestur í dag. Ég var ánægður með að hugarfarið var allt annað en í fyrstu umferðinni og ég er ánægður með fyrsta sigurinn á þessu tímabili.“ Aðspurður um hvað hann muni leggja sérstaka áherslu á fram að næsta leik nefnir Benedikt sóknarleikinn. „Við þurfum að bæta okkur á báðum endum vallarins en sérstaklega sókninni. Gegn ÍR koma tveir fimm mínútna kaflar þar sem við skorum ekki körfu utan af velli. Í dag skorum við ekki síðustu sex mínúturnar í öðrum leikhluta. Við skorum samt 91 stig í leiknum en það vantar meiri stöðugleika og fleiri lausnir í sóknina.“ Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík
Njarðvík landaði sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á leiktíðinni í kvöld þegar liðið lagði Höttur 86-91 á Egilsstöðum. Gestirnir sigu fram úr á lokasprettinum. Njarðvík yfirspilaði Hött í fyrsta leikhluta, hitti vel og spilaði góða vörn sem ýtti Hattarmönnum út úr sínum sóknaraðgerðum. Þessi vörn skilaði líka hraðaupphlaupum og þar með auðveldum stigum. Mest varð forustan 17 stig, 11-28 þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Höttur barðist til baka og saxaði smátt og smátt á forskotið. Skotnýting Njarðvíkinga, sem hafði verið góð, féll úr 66% í 46% í öðrum leikhluta. Við það jafnaðist leikurinn og í hálfleik var nokkuð jafnt í flestri tölfræði, þar með talið stigunum, 39-41. Höttur komst svo yfir í fyrstu sókn með fyrstu körfu þriðja leikhluta. Tim Guers, sem lítið náði að sína í fyrsta leikhluta, setti niður þriggja stiga körfu langt fyrir utan línuna. Í gegnum leikhlutann sveiflaðist forustan milli liðanna, uns hún var 63-62 eftir þriðja leikhluta. Njarðvík komst í 69-76 eftir tvær þriggja stiga körfur frá Maciek Baginski eftir þriggja mínútna leik í fjórða leikhluta. Höttur svaraði með góðum kafla og var 80-76 yfir tveimur mínútum síðar. Þá kom fimm stiga sveifla þannig Njarðvík komst yfir 80-81 en næsta karfa á eftir var þriggja stiga frá Guers. En gestirnir reyndust sterkari á lokasprettinum, einkum Dedrick Basile. Hann keyrði ákveðið á Hattarvörnina, tókst að fá fimmtu villuna á Obie Trotter, sem hafði gætt hans allan leikinn og endaði með 28 stig. Af hverju vann Njarðvík? Lítið skildi liðin að fyrir rest og jafnt á flestum tölfræðiþáttum, til dæmis tóku bæði lið 36 fráköst og voru með 40% nýtingu úr þriggja stiga skotum. Höttur fékk 28 villur dæmdar á sig en Njarðvík 18. Bæði fór það í skapið á Hattarmönnum sem töldu harðar tekið á sér en gestunum og náðu sér stundum í tæknivillur í ofanálag en þegar á leið voru villurnar farnar að síga í. Á lokametrunum fór Trotter sem fyrr segir út af og Njarðvík var snemma komið í bónus í fjórða leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Basile var stigahæstur í leiknum með 29 stig, auk þess að senda níu stoðsendingar. Hann dró vagninn fyrir gestina í restina í sókninni. Hjá Hetti leiddi Nemanja Knezevic sóknina í byrjun auk þess að eiga reglulega mikilvæg augnablik. Hann skoraði 11 stig, tók 10 fráköst og sendi átta stoðsendingar. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði sína slæmu kafla. Augljósi kaflinn hjá Hetti var í fyrsta leikhluta þegar allt hrökk í baklaus og liðið gat ómögulega skorað meðan allt gekk upp hjá Njarðvík. Það skapaði brekku en síðan lenti Njarðvík í álíka þurrð meðan Höttur vann á. Hvað næst? 32-liða úrslit bikarsins. Höttur tekur á móti Þór Þorlákshöfn á sunnudag en Njarðvík mætir nágrönnum sínum í Þrótti Vogum. Gott að vinna þótt við séum ekki langt á veg komnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, kvaðst ánægður með að hafa náð að landa sigri í jöfnun leik. Hann viðurkenndi að hans lið væri enn töluvert frá sínu besta og hann væri undrandi á að það væri ekki komið lengra eftir undirbúningstímabilið. Hann nýtti tækifærið eftir leik til að hrósa Hattarliðinu. „Þetta var hörkuleikur, tvö lið sem tóku hvort á öðru. Það var alls konar skák í gangi hér og þar. Því er ég ánægður með að hafa komið hingað og klárað leikinn. Hattarliðið er mjög líkamlega sterkt og í því margir erfiðir leikmenn að eiga við. Síðan voru þeir með þriggja stiga skot í öllum regnbogans litum á köflum. Það er gott jafnvægi í því og virðist góður andi. Þetta er besta Hattarlið sem ég hef séð.“ Höttur var 83-81 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum en Njarðvík átti þá meira inni. „Það voru áhlaup fram og til baka í leiknum. Við vorum sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir og ég hélt við myndum klára leikinn en þá skora þeir 11 stig gegn engu meðan við klikkum á vítum og lay-up-um. Svona var þetta fram og til baka en svo datt leikurinn fyrir okkur og ég er virkilega ánægður með að við höfum náð að harka hann.“ Njarðvík tapaði, nokkuð óvænt, fyrir ÍR í fyrstu umferðinni. Í gær valdi liðið að láta bakvörðinn Philip Jalalpoor fara. „Aðalmálið er að vinna í október þótt við séum ekki langt á veg komnir. Ég hélt við ættum ekki þetta langt í land en síðan kemur í ljós í upphafi móts að æfingaleikir eru ekki það sama og alvöru leikir. Við vorum slegnir aðeins utanundir, ekki endilega því við töpuðum heldur að við værum ekki komnir lengra sem liðsheild. Það kemur með tíð og tíma, þetta snýst ekki um að vera bestur í dag. Ég var ánægður með að hugarfarið var allt annað en í fyrstu umferðinni og ég er ánægður með fyrsta sigurinn á þessu tímabili.“ Aðspurður um hvað hann muni leggja sérstaka áherslu á fram að næsta leik nefnir Benedikt sóknarleikinn. „Við þurfum að bæta okkur á báðum endum vallarins en sérstaklega sókninni. Gegn ÍR koma tveir fimm mínútna kaflar þar sem við skorum ekki körfu utan af velli. Í dag skorum við ekki síðustu sex mínúturnar í öðrum leikhluta. Við skorum samt 91 stig í leiknum en það vantar meiri stöðugleika og fleiri lausnir í sóknina.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“