Við höfum val og vald Hrefna Rós Sætran skrifar 12. október 2022 10:30 Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun